Þakkir frá stjórn foreldraráðs

Þakkir til þeirra sem hafa styrkt foreldraráð Versló veturinn 2022-2023. Þátttaka er valkvæð en um 70% foreldra hafa nú þegar tekið þátt.

Foreldraráðið er samráðsvettvangur foreldra/forráðamanna, það stuðlar að aukinni vitund um réttindi og skyldur foreldra/forráðamanna og barna þeirra, og að auknum áhrifum foreldra/forráðamanna fyrir bættum hag skólans.

Foreldraráð tekur þátt í ballgæslu og edrúpotti og heldur fræðslufundi fyrir foreldra. Í fyrra voru keypt skákborð fyrir nemendur sem hafa notið mikilla vinsælda. Hér að neðan eru myndir af skákmóti í janúar.

Hagnaði af starfsemi félagsins er alfarið varið í þágu foreldra og nemenda skólans.

Við hvetjum alla sem geta og eiga ógreidda greiðsluseðla (2.500 kr) til að taka þátt og styrkja starfsemi foreldraráðs.

Aðrar fréttir