Þróunarverkefni á 1. ári

Nú stendur yfir þróunarverkefni hjá nemendum á fyrsta ári.

Nemendur vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og er yfirskrift verkefnisins samvinna og sjálfræði. Unnið er í teymum og fá nemendur tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn því þeir stýra því sjálfir í hvaða átt þeir fara með verkefnið og hvers konar umbótum þeir hrinda í framkvæmd í samfélaginu. Gaman er að fylgjast með hugmyndaríkum nýnemum kljást við þessa áskorun.

Aðrar fréttir