Til hamingju Verzló

Verzlunarskóli Íslands vann úrslitaviðureign Gettu betur í kvöld gegn Kvennaskólanum í Reykjavík. Strax eftir hraðaspurningarnar hafði liðið fjögurra stiga forskot og lauk keppninni með 31 stigi gegn 17.  Í liði Verzlunarskólans voru þau  Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Eiríkur Kúld Viktorsson og Gabríel Máni Ómarsson. Skólinn óskar liðinu til hamingju með þennan frábæra árangur en þetta er fyrsti sigur Verzlunarskólans í keppninni í 17 ár.

Til hamingju!

Aðrar fréttir