Umhverfisdagur skólans 8. mars

Árlegur umhverfisdagur skólans verður haldinn þriðjudaginn, 8. mars og er dagurinn helgaður sjálfbærni og loftslagsbreytingum.

Á marmara standa nemendur í umhverfisvali skólans fyrir kökusölu, en fyrir andvirði hverrar seldrar kökusneiðar, verður gróðursett  eitt tré í samstarfi við loftslagssjóðinn Kolvið – lítið skref í átt að kolefnisjöfnun skólans.

Fataskiptimarkaður verður opnaður í rýminu á milli Bláa salar og Heklu. Þangað er annars vegar hægt að koma með fatnað sem ekki nýtist viðkomandi lengur og hins vegar næla sér í eitthvað flott. Enginn kostnaður, dregur úr fatasóun og stuðlar að sjálfbærni.

Umhverfisnefnd nemenda hefur kannað flokkun á rusli í öllum skólanum og niðurstaðan verður birt á umhverfisdeginum í formi veggspjalda á viðkomandi hæðum. Þar mun koma fram hvaða nemendahópar stóðu sig verst og hverjir báru sigur úr býtum.

Að lokum verða birtar niðurstöður könnunar um ferðamáta starfsmanna og nemenda til vinnu og skóla.

Tökum öll þátt og gerum góðan skóla enn betri. 

"Umhverfisdagur

Aðrar fréttir