Umsóknir í NGK bekkinn

Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur á NGK bekknum eða Norður Atlantshafsbekknum. Nemendur í NGK bekknum taka stúdentspróf á þremur árum í fjórum löndum. Nánari upplýsingar um námið og bekkinn má finna hér:  Norður Atlantshafsbekkurinn

Umsóknarfrestur um nám í NGK bekknum rennur út 1. mars 2022. Umsókn um nám í NGK þarf að berast á verslo@verslo.is og post@gribskovgymnasium.dk fyrir miðnætti 1. mars 2022.

Ekki er um að ræða formlegt umsóknarblað en æskilegt er að umsóknin innihaldi:

a) kynningarbréf um umsækjanda þar sem viðkomandi tilgreinir nafn, heimilsfang, síma og netfang. Þá er gott að umsækjandi segi frá sjálfum sér og áhugamálum sínum.

b) nýjasta námsmat viðkomandi nemenda (t.d. frá jólum).

Æskilegt er að kynningarbréfið sé á dönsku en námsmati má skila á íslensku.

Aðrar fréttir