Vegna kórónaveirunnar/COVID-19

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi á landinu vegna veirunnar COVID-19. Það er gert í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Vegna þessa var kafla um leiðbeiningar fyrir skóla um varnir gegn sýklum hraðað og má finna hér. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar útbreiðslu COVID-19 sýkilsins er að finna á vefsíðu embættis landlæknis á https://www.landlaeknir.is/

Nemendur og starfsmenn Verzlunarskólans eru hvattir til að kynna sér rækilega upplýsingarnar og fylgja ábendingum um varnir gegn smiti og grípa til aðgerða ef grunur um smit vaknar.

Nemendur sem þurfa að vera fjarverandi frá skóla vegna veirunnar (veikjast eða eru í sóttkví) eru beðnir um að tilkynna það sérstaklega á skrifstofu skólans í síma 5900600 eða með tölvupósti á verslo@verslo.is.

Aðrar fréttir