Verðlaunahátíð fyrir þýskuþraut og stuttmyndakeppni

Verðlaunahátíð fyrir þýskuþraut og stuttmyndakeppni var haldin laugardaginn 16. mars, en veitt voru verðlaun til fimmtán efstu nemendanna sem tóku þátt á stigi 1 í þýskuþraut og til 5 efstu sem tóku þátt á stigi 2.

Allir nemendur fengu bókaverðlaun frá  Þýska Sendiráðinu og nemendur sem urðu í 1. sæti á báðum stigum unnu sér einnig rétt á Eurocamp í sumar. Eurocamp er tveggja vikna dvöl í Þýskalandi þar sem nemendur frá 44 löndum koma saman og vinna að ýmsum verkefnum og taka þátt í alls kyns tómstundum utandyra.

Verzlunarskólinn átti tvo nemendur af þessum 15 sem voru efstir á stigi 1, en það eru Inga Júlíana Jónsdóttir 2-U sem lenti í 3. sæti og Ingunn María Brynjarsdóttir 2-U sem lenti í 5. sæti.  Verzlunarskólinn óskar þeim innilega til hamingju.

Einnig voru veitt verðlaun til þeirra sem urðu í 1. sæti í stuttmyndakeppninni en að þessu sinni voru það nemendur frá MR.

Ingunn María til vinstri og Inga Júliana til hægri á myndinni

Ingunn María til vinstri og Inga Júlíana til hægri á myndinni.

Aðrar fréttir