Verið velkomin á foreldrakvöld í Versló 8. október

Kæru foreldrar nemenda í Verzló.
Þriðjudaginn 8. október nk. kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum í Versló á Foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá í Bláa sal Versló.

Dagskráin verður eftirfarandi:
AÐALFUNDUR Foreldrafélagsins – Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
KYNNING Nemendafélags Verzlunarskólans (NFVÍ) – Hvað er að gerast í vetur? Stjórn NFVÍ kynnir fyrir foreldrum hvað er framundan í félagslífinu í vetur.
FRÍMÍNÚTUR (hlé) – Tækifæri til tengslamyndunar yfir kaffibolla, gosi og góðum veitingum.
FYRIRLESTURINN „Mikilvægi þess að tala við ungt fólk um kynlíf“ – Sigríður Dögg, kynfræðingur.
Við bjóðum með stolti foreldrum upp á áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur með Siggu Dögg kynfræðingi þar sem hún fjallar um af hverju það er mikilvægt að tala við ungt fólk um kynlíf, hvað eigi að ræða og hvernig sé best að gera það. Sigríður Dögg fjallar einnig um hverjar séu algengustu spurningar unga fólksins um kynlíf. Þetta hafa verið mjög vinsælir fyrirlestrar og bjóða upp á miklar umræður á meðan á fyrirlestri stendur og eftir hann.
Sigga Dögg kynfræðingur er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu. Hún hefur sinnt kynfræðslu um land allt frá árinu 2010 auk þess að gefa út þrjár bækur og starfa við kynfræðslu í fjölmiðlum.
DAGSKRÁRLOK eru áætluð um kl. 22.00

Um leið og við hvetjum alla foreldra að fjölmenna á Foreldrakvöldið, fræðast og hafa gaman saman vekjum við athygli á því að „Foreldraráðsglugginn“ hefur nú verið opnaður. Þetta þýðir að sjálfsögðu frábært tækifæri fyrir hressa foreldra að gefa kost á sér í stjórnina í stað þeirra sem nú ljúka störfum.

Hægt er að senda okkur skilaboð í gegnum facebooksíðu Foreldrafélagsins, senda Sigurlaugu, formanni Foreldraráðsins tölvupóst á netfangið sillagiss@gmail.com eða gefa sig fram á sjálfum aðalfundinum. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast starfi skólans og öðrum foreldrum! Þeir sem vilja hjálpa til við ballgæslu á einu balli eða svo í vetur geta gert það með sama hætti.

Ertu annars ekki örugglega vinur Foreldrafélagsins á facebook? Lækaðu við síðuna okkur hér:  Foreldrafélag Verzlunarskóla Íslands  

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Foreldrakvöldinu!

Með bestu kveðju,
Foreldraráð Verslunarskólans

Aðrar fréttir