Verzlingar í úrslit í eðlisfræðikeppni

Lið Verzlunarskólans í eðlisfræði náði góðum árangri í nýafstaðinni landskeppni í eðlisfræði.

Undankeppni var haldin um land allt og náðu sex nemendur skólans sæti í úrslitakeppninni sem fór fram í Háskóla Íslands um síðustu helgi. Í úrslitakeppninni náðu okkar nemendur efstu sætunum: 

1. sæti Ragna María Sverrisdóttir, 3X

2. sæti Bjartþór Steinn Alexandersson, 3X

4. sæti Fannar Grétarsson, 2Y

7. sæti Símon Patrick Kattoll, 3Y

11. sæti: Mikael Bjarki Ómarsson, 3X

Þau Ragna, Bjartþór og Fannar eru þar með komin í landslið Íslands í eðlisfræði sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem fara fram í Isfahan í Íran í sumar, og/eða Evrópumótinu í eðlisfræði sem fer fram í Kutaisi í Georgíu.

Á myndinni má sjá Rögnu Sverrisdóttur taka við viðurkenningu fyrir 1. sætið í úrslitakeppninni. (ljósmynd: Viðar Ágústsson).

Aðrar fréttir