Verzlunarskólanemendur á leið til Danmerkur

Undanfarin ár hafa Verzlunarskólinn og Århus Købmandsskole unnið að samstarfsverkefni í formi nemendaskipta. Hefur bekkur frá Århus komið að hausti ár hvert til Íslands og nemendur úr Versló hafa síðan endurgoldið heimsóknina að vori. Þetta skólaár taka 32 nemendur í fjórða bekk þátt í þessu verkefni á vegum Verzlunarskólans. Þeir voru gestgjafar eins Dana í eina viku í byrjun október og verða síðan gestir á heimili Danans í næstu viku. Hefur þetta verkefni alltaf tekist vel og hafa nemendur verið skólanum til sóma bæði sem gestgjafar og sem gestir í erlendu landi. 

Í ár verður lagt af stað og hist á Keflavíkurflugvelli að morgni sunnudagsins 4. mars. Við tekur vikudvöl í Danaveldi þar sem nemendur munu kynna sér menningar- og atvinnulíf í Árósum. Byrjað verður á heimsókn í Idrætshøjskolen (þar sem efnt verður til knattspyrnueinvígis á milli þjóðanna). Þá verður upplýsingatæknisetrið Alexandra-institut heimsótt og auk þess skrifstofur LEGO, listasafnið Aros, arkítektaskólinn og hinn sívinsæli Randers regnskov.

Verzlunarskólinn óskar góðrar ferðar og vonar að dvölin verðir ánægjuleg og lærdómsrík.

"danska"

Danskir nemendur í heimsókn í október

Aðrar fréttir