VÍ kominn formlega í hóp heilsueflandi framhaldsskóla

Síðastliðinn fimmtudag var haldin samkoma fyrir nemendur og kennara í tilefni þess að Verzlunarskóli Íslands væri formlega orðinn þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Á samkomunni afhjúpaði Ingi Ólafsson merki verkefnisins ásamt því að gera nemendum grein fyrir því að Verzlunarskólinn myndi taka verkefnið alvarlega. Auk Inga komu m.a. fram Sigríður Erla, forseti NFVÍ, sem fjallaði um mikilvægi þátttöku nemenda í verkefninu og Felix Bergsson sem talaði um mikilvægi heilbrigðs lífernis.

Á samkomunni var boðið upp á hollustufæði sem viðstaddir neyttu á meðan hlustað var á tónlistaratriði nemenda skólans.

Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Hægt er að nálgast heimasíðu verkefnisins hér, en þar segir m.a. að markmið verkefnisins sé: að stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda. Enda hafa rannsóknir sýnt að heilsueflandi umhverfi bætir líðan nemenda og stuðlar að betri násmárangri.

Hvetjum við alla til að kynna sér verkefnið betur. Hægt er að lesa um það í heild sinni á heimasíðu þess.

"felix"  "hopmynd2"  "hopmynd1"  "ingi"

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Aðrar fréttir