Vistabikar afhentur!

Keppnin um vistabikarinn í Harry Potter áfanganum var óvenju hörð á vorönn 2023.

Liðin, Slytherin og Ravenclaw voru svo gott sem hnífjöfn alla önnina, en það var í lokabaráttunni á kvistboltamótinu sem úrslitin réðust og Slytherin tryggði sér sigurinn í annað skipti síðan að keppnin hófst. Gryffindor vann sterkt brons, en galdraguðirnir reyndust Hufflepuff ekki hliðhollir í þessari umferð. Við eigum von á flottum hópi galdranema næsta vetur og verður spennandi að sjá hvernig keppnin þróast áfram, en á bakvið sigurinn er elja í námi og sigur í margskonar keppnum frá spurningakeppnum, yfir í limbó og feluleik.

Aðrar fréttir