Vorönn 2010

 

Skólahald er óðum að færast í eðlilegt horf að loknu jólaleyfi hér innan húss og engar breytingar verða á starfsemi skólans á þessari önn. Vorönnin er alltaf nokkuð frábrugðin haustönninni að því leyti að þá nær félagslíf nemenda hápunkti sínum með Nemendamótinu og útgáfu Verzlunarskólablaðsins. Þetta eru því annasamir tímar hjá mörgum nemendum og því skiptir miklu máli að þeir skipuleggi sig vel og gæti þess að námið hafi alltaf forgang.

Við viljum minna foreldra og forráðamenn nemenda í 3. og 4. bekk að fylgjast vel með mætingu og námsframvindu barna sinna. Jafnframt bendum við á að nemendur í 5. og 6. bekk geta sjálfir stillt heimasvæði sitt á upplýsingakerfinu þannig að foreldraaðgangur verði virkur.

Aðrar fréttir