Vörumessa í Smáralind

Um helgina taka nemendur VÍ þátt í Vörumessu í Smáralind eins og undanfarin ár. Vörumessan er kl. 16-19 á föstudag (07.03) og kl. 11-17 á laugardag (08.03). Vörumessan er liður í áfanganum REK323 þar sem nemendur stofna sín eigin fyrirtæki og reka yfir önnina. Áfanginn er kenndur í samstarfi við Unga frumkvöðla á Íslandi. Að þessu sinni eru 35 fyrirtæki skráð til leiks, þar af eru 20 frá Versló en hin fyrirtækin eru frá MS, BHS, MA, FÁ, FG, Flensborg og MK. Vonumst til að sjá sem flesta í Smáralindinni um helgina.
""""""

Aðrar fréttir