Íslenska

Traust kunnátta í íslensku er ein meginundirstaða menntunar hér á landi.
Í Verzlunarskóla Íslands er námsgreinin íslenska skipulögð sem heildstæð námsgrein. Íslenskunáminu er skipt í eftirfarandi þætti: lestur, bókmenntir, málfræði, markvissa framsögn í ræðu og riti, hlustun. Markviss þjálfun í íslensku og meðferð talaðs og ritaðs máls er hluti af kennslunni í öllum bekkjum.

Markmið móðurmálskennslu í Verzlunarskóla Íslands er:

  • að gera nemendur að betri málnotendum
  • að nemendur kynnist margbreytileika móðurmálsins
  • að auka færni nemenda í greiningu málsins með notkun málfræðilegra hugtaka svo að þeir skilji betur uppbyggingu móðurmálsins
  • að þjálfa nemendur í markvissri framsögn í ræðu og riti og búa þá undir líf og starf í nútímaþjóðfélagi
  • að nemendur kynnist samhengi íslenskra bókmennta
  • að skerpa með lestri bókmennta skilning nemenda á félagslegu og sögulegu gildi þeirra
  • að gera nemendur viðræðuhæfa um bókmenntir, mál og málfar
  • að auka færni nemenda í greiningu bókmenntatexta með notkun bókmenntafræðilegra hugtaka
  • að rækta með nemendum jákvætt viðhorf til móðurmálsins