Íþróttir

Markmið með íþróttakennslu í framhaldsskólum er fyrst og fremst að veita nemendum aðstöðu til að hreyfa sig. Einnig að uppfræða þá um gildi hreilbrigðs lífernis og mikilvægi reglulegrar hreyfingar.

Í Verslunarskóla Íslands er einn fastur tími í viku í íþróttum en síðan tveir tímar þrisvar í viku á önn. Nemendur í 4. bekk fá fræðilega umfjöllun um íþróttir og heilbrigði. Rík áhersla er lögð á að nemendur fái sem mesta hreyfingu.

Aðstaðan er íþróttasalur sem er u.þ.b. 24×16 m. og minni salur með tækjum.
Þar sem um bekkjarkerfi er að ræða er kennslan fjölbreytt (ekki er mögulegt að bjóða upp á valáfanga í mismunandi greinum íþrótta). Í stærri sal skólans eru ýmsir knattleikir en í minni salnum er áhersla lögð á að skokka úti í byrjun hvers tíma og síðan markvisst unnið með áherslu á styrk og liðleika.

Öllum nemendum er gert að sækja íþróttatímana, sem eru inní stundatöflu dagsins og þannig er hin langa seta í skólanum markvisst brotin upp. Góður tími er gefinn til að fara í sturtu eftir tíma og þannig stuðlað að umhirðu og snyrtimennsku nemenda.

Eina vika á hverri önn er kenndur dans og einnig er dans fyrir peysufatadag hjá 4. bekk.

Í Verslunarskóla Íslands eru margir góðir íþrótta menn/konur og er almennur áhugi á heilbrigðu líferni meðal nemenda.

Við leggjum áherslu á að í íþróttum eflum við félagsleg tengsl við aðra nemendur um leið og líkami og sál eru efld.

Mottó íþróttadeildar er:

Heilbrigð sál í hraustum líkama.