Aðalfundur 17. október 2023

Aðalfundur Foreldraráðs Verslunarskóla Íslands var haldinn þriðjudaginn 17. október 2023, Þórunn Sigþórsdóttir var fundarstjóri og Nanna Ósk Jónsdóttir fundarritari. Sanda Dögg Árnadóttir formaður lagði fram skýrslu stjórnar og Arna Björk Þórðardóttir lagði fram reikninga veturinn 2022-2023.

Dagskrá aðalfundar var skv. 4. gr. laga félagsins
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi félagsins
  • Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram
  • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning og afgreiðsla hans
  • Lagabreytingar
  • Starfsáætlun lögð fram til kynningar og afgreiðslu
  • Kosning í stjórn félagsins
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

Sjá nánari upplýsingar um aðalfund 2023 í fundargerð á heimasíðu skólans.

Eftirtaldir aðilar gáfu kost á sér í stjórn Foreldraráðs veturinn 2023-2024:
  • Nanna Ósk Jónsdóttir – í stöðu ritara
  • Þórunn Sigþórsdóttir – í stöðu formanns
  • Jóhanna Helgadóttir – í stöðu gjaldkera

Þau Elsa Guðrún Jóhannesdóttir og Jón Kjartan Kristinsson gáfu kost á sér til skoðunarmanna reikninga árið 2022-2023. Við þökkum þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Bæði stjórn Foreldraráðs og skipun skoðunarmanna var samþykkt einróma á aðalfundi 17. október 2023