Fundur 9. maí 2023

Fundur settur kl. 17:10 og fundi slitið kl. 18:15.

Fundaritari: Guðrún Aspelund.

Viðstaddir: Sandra (formaður), Arna Björk (gjaldkeri), Guðrún (ritari), Rakel, Áslaug, Fríða Björk.

Forföll: Ásta, Margrét, Soffía.

Ekki mætt: Anna Kristín, Dagný, Halla, Jóhannes, Sigurður, Sigþór, Sóley.

Gestir: Ingunn, íslenskukennari og félagslífsfulltrúi og Guðrún Inga, skólastjóri.

Guðrún Inga upplýsti að á næsta ári fá allir á 1. ári kynjafræði og fræðslu frá Kvan um samskipti.

Viðburður fyrir 1. ár

Foreldraráð ræddi hugmynd að hafa viðburð fyrir 1. ár í lok skólaárs (sbr. peysó er fyrir 2. ár og Gala fyrir 3. ár).

Nefndarstarf nemenda

Foreldraráð mun koma á framfæri tillögu að sami aðili verði ekki í mörgum nefndum næst þegar kosið til að gefa fleirum tækifæri og einnig minnka álag á einstaka nema.

Kvasir

Rætt um útgáfuna Kvasir og leiðir til að hafa áhrif á innihald blaðs varðandi einkalíf eða sögusagnir um nemendur.

Taflborð

Eitt taflborð hefur brotnað. Foreldraráð mun athuga hvort hægt að gera við. Athuga þarf ástand borðtennisborðs.

Aðalfundur

Aðalfundur í október nk. Ekki góð mæting á síðasta fræðslufundi foreldra þar sem var erindi frá Samtökum 78 og Saga Garðars var uppistandari. Athugað verður með hugmyndir fyrir aðalfund hvað væri áhugavert fyrir foreldra og leitað hugmynda einnig frá skóla (Ingunn mun aðstoða).

Facebook síða foreldraráðs

Facebook síða foreldraráðs. Athuga með hvort ætti að borga fyrir þjónustu þannig að síðan sjáist meira því eins og síðan er núna fær hún litla athygli.

Fjármunir foreldraráðs

Rætt um fyrirkomulag á fjármunum foreldraráðs en skrifstofa skóla býðst til að hýsa reikning, sem gæti verið kostur. Sú hugmynd verður skoðuð nánar af gjaldkera.