Mars 2021

Lokafundur Foreldraráðs Verzlunarskólans
Skólaárið 2020-2021
Mánudaginn 19. mars kl. 17:00
Viðstaddir: Tinna, Dagný, Agnes, Soffía, Kristín, Rannveig, María Kristín, Jóhanna, Stefán og Þorkell yfirkennari.

Staða reiknings er 2.692.502 kr.

Taflborð

Taflborð ekki enn komin frá Ping Pong, en þau er líklega hægt að versla hér heima á ABC skólavörum eða Krumma. Samþykkt var að kaupa 3 borð, eitt á hverja hæð. Rannveig pantar borðin. Áætlaður kostnaður ca. 150.000 kr.

Galakvöld

Beiðni kom frá 3. ári vegna Galakvölds sem halda á 17. júlí nk. Samþykkt einróma var að veita þeim 500.000 kr. styrk upp í atriði/viðburð á því kvöldi, í ljósi þess að þau eru að útskrifast og hafa ekki fengið neina viðburði né styrki sl. 3 annir vegna Heimsfaraldursins COVID-19. Diljá Valdimarsdóttir formaður þriðja bekkjarráðs heldur utan um það.

Peysufatadagur

Peysufatadagur fellur alveg niður hjá 3. ári, 2. ár frestar viðburðinum fram á haust.

Vælið

Versló vælið er áætlað í maí, og stefnt er að því að senda það út í streymi vegna samkomutakmarkana. Stór og flottur viðburður. Beiðni kom um styrk vegna útsendingar en áætlaður kostnaður er um 1.000.000 kr. og samþykkt einróma var að styrkja það um 500.000 kr. Jói Lapas formaður skemmtó heldur utan um það.

Vorhátíð

Stefnt er að því að halda einhvers skonar vorhátíð loka kennsludaga annarinnar, og hafa t.d. matarvagna, DJ eða annað á bílaplani skólans. Þetta verður unnið af skólanum í samstarfi við Foreldraráðið og styrkir Foreldraráðið þennan viðburð um 1.200.000 kr. Samþykkt einróma.

Merkispjöld/þynnur

Samþykkt var einróma að kaupa merkispjöld/þynnur sem áletrað verður á:
“Gjöf til nemenda Verzlunarskólans skólaárið 2019-2020, frá Foreldrafélaginu” og setja á borðtennisborðið
“Gjöf til nemenda Verzlunarskólans skólaárið 2020-2021, frá Foreldrafélaginu” og setja á Fótboltaspilið og Taflborðin

Staða reiknings

+2.692.502 kr. Staða á reikningi 19. apríl 2021
– 500.000 kr. Væl
– 500.000 kr. Gala
– 1.200.000 kr. Vorhátíð
-ca.150.000 kr. 3xTaflborð
________________
Áætlað ca.342.502 kr. gangi inn í nýtt skólaár 2021-2022

Gengið úr stjórn

Þeir sem að ganga úr stjórn núna á vordögum eru:
Rannveig Klara Matthíasdóttir – formaður
Jóhanna Áskels Jónsdóttir – gjaldkeri
Stefán Guðjónsson
Agnes Hildur Hlöðversdóttir
Helga Ólafsdóttir
Kristín Skúladóttir
Sigríður Stefanía Óskarsdóttir

Skólaárið 2021-2022

Formaður – Rakel/Dagný/Steinunn/María/Soffía/Tinna
Gjaldkeri – Rakel/Dagný/Steinunn/María/Soffía/Tinna
Ritari: Hrefna Hallgrímsdóttir
Rannveig hvetur þá sem eftir sitja að úthluta sem fyrst formanns- og gjaldkerastólnum svo að skiptin geti farið fljótt fram. Rannveig býður að sjálfsögðu fram aðstoð sína áfram ef á þarf að halda, en ekki sem formaður né gjaldkeri. Formaður þakkar einstaklega öflugri stjórn fyrir skemmtileg kynni sl. tvö ár.

Fundi slitið kl. 18:00
Gleðilegt sumar!