Aðalfundur 7. október 2020 kl. 19:45

Fundurinn var sendur út rafrænt á youtube sökum Covid samkomubanns. Reynt var að flétta saman bæði aðalfund Foreldrafélagsins og skemmtikvöldi. Þar sem 7. október bar upp á forvarnardaginn voru foreldrar hvattir til að horfa saman á dagskrána með unglingunum sínum.

Mætt voru í sal:
Agnes Hildur Hlöðversdóttir
Tinna Ösp Arnardóttir
Rakel Svansdóttir
Rannveig Klara Matthíasdóttir- formaður
Jóhanna Áskels Jónsdóttir
Sigríður Stefanía Óskarsdóttir
Hrefna Hallgrímsdóttir – fundarritari
Gunnlaugur E. Björgvinsson nemi á 3.ári – útsendingarstjóri

Formaður, Rannveig, hefur dagskrá

Fer yfir dagskrá kvöldsins.

  • Aðalfundur foreldrafélagsins
  • Fyrirlestur Önnu Steinsen frá Kvan
  • uppistand Ara Eldjárn
Dagskrá aðalfundarins

Skýrsla stjórnar frá formanni kynnt

  • Á yfirstandandi tímabili voru fjöldi rafrænna samskipta og samráðsfunda fulltrúa foreldraráðsins.
  • Fyrrverandi forseti NFVÍ tók við 300.000 kr styrk til Nemendafélagsins frá Foreldrafélaginu.
  • Fjölbreyttir viðburðir voru haldnir á vegum félagsins ss. fræðslukvöld, styrkir og gjafir
  • Góðar innheimtur voru á félagsgjöldum Foreldrafélagsins.
  • Gáfum enn fleiri vinninga í Edrúpottinn.
  • Stórkostleg þátttaka foreldra í foreldragæslu á böllum sl. vetrar.
  • Fésbókarsíða foreldrafélagsins er virk í miðlun upplýsinga og samskipta við foreldra og allir foreldrar hvattir til að fylgjast með þar.
Viðfangsefni ársins 2020/2021 verða venjubundin en ávallt opin Foreldrafélagið er ávallt opið fyrir nýjum hugmyndum.
  • Öll hefðbundin störf Foreldrafélagsins
  • Halda reglulega fundi með stjórnendum skólans
  • Efla Edrúpottinn enn frekar
  • Veita nemendum enn meiri stuðning í formi fræðslu og tengsla. Námskeið og fræðsla um sjálfstyrkingu nemenda. Allt í samstarfi við skólann.
  • Halda fleiri frábær foreldrakvöld með framúrskarandi fræðslu.
  • Foreldrafélagið hvetur foreldra til að vera virk og senda ábendingar í gegnum fésbókina með hugmyndum um hvernig félagsgjöldunum sé best varið.
  • Engar tillögur að lagabreytingum bárust.
  • Almennt er kosið í stjórn til tveggja ára í senn.
Stjórn Foreldrafélagsins gefur kost á sér áfram
  • Rannveig Klara Matthíasdóttir – formaður
  • Jóhanna Áskels Jónsdóttir – gjaldkeri
  • Stefán Guðjónsson
  • Agnes Hildur Hlöðversdóttir
  • Dagný Björnsdóttir
  • Helga Ólafsdóttir
  • Kristín Skúladóttir
  • María Kristín Gröndal
  • Sigríður Stefanía Óskarsdóttir
  • Soffía Frímannsdóttir
  • Steinunn Jenný Skúladóttir
  • Tinna Ösp Arnardóttir

Gefa kost á sér:

  • Hrefna Hallgrímsdóttir – í starf ritara
  • Rakel Svansdóttir
Skoðurnarmenn reikninga 2020/2021

Gefa kost á sér áfram:

  • Ólafur Már Ólafsson
  • Jóna Bergþóra Sigurðardóttir

Gefa kost á sér:

  • Ingibjörg Arnarsdóttir
Foreldrafélagið hvetur foreldra til að taka þátt.

Annað hvort með því að koma í stjórn Foreldraráðsins eða með því að taka þátt í foreldragæslu fyrir skólaböll. Þetta er að sjálfsögðu frábær leið til að kynnast öðrum foreldrum og um leið að vera virkur þátttakandi í lífinu í Versló.

Ársreikningur 2019/2020 kynntur

Jóhanna Áskels Jónsdóttir – gjaldkeri
Sjá nánar ársreikning ásamt efnahagsreikningi

Kvan fyrirlesari kvöldsins

Anna Steinsen

Uppistandari kvöldsins

Ari Eldjárn

Útsendingu slitið um kl 21. Rétt tæplega 500 tölvur/skjáir stöldruðu við meðan á útsendingu stóð. Sem gefur vísbendingar um að enn fleiri hafi horft og svo virðist sem þetta hafi mælst vel fyrir.

Önnur mál

Ræddar voru áhyggjur af stöðu nemenda í Covid faraldri, þá sérstaklega staða nýnema. Foreldrafélagið hefur áhyggjur af að Versló sé eftirbátur í því að bjóða nýnemum upp á betra staðnám. Lagt var til að heyra í forráðamönnum skólans og ræða þetta sérstaklega. Fram til 19. október er skólinn lokaður og einungis boðið upp á fjarnám. Vonandi í framhaldinu verði hægt að skoða þessi mál betur og gera breytingar.

Ábending barst til formanns um að Foreldrafélagið athugaði hvers vegna mötuneyti nemenda byði ekki upp á fjölnota diska, glös og hnífapör. Farið verður í málið og niðurstöður birtar.

Önnur ábending barst um að formaður beitti sér fyrir því að niðurstöður könnunar námsráðgjafa verði sendar beint til foreldra en séu ekki eingöngu inni á heimasíðu skólans. Þessi könnun snertir börnin okkar beint og sjálfsagt að við foreldrar fáum hana senda.

Aðalfundi var slitið um kl 21.40.
Hrefna Hallgrímsdóttir ritari