Móttökuáætlun fyrir nemendur með erlendan bakgrunn

Í Verzlunarskólanum er bekkjarkerfi og gerðar eru sömu námskröfur til nemenda með annað heimamál en íslensku og þeirra sem hafa dvalið lengi erlendis. Gert er ráð fyrir að þeir hafi góðan grunn í íslensku til að byggja á, þar sem þeir stunda íslenskunám með sínum bekk. Þörfin á sérstakri aðstoð við íslenskunámið er metin jafnóðum. Þá er einnig aðstoðað við hugtakaskilning í öðrum fögum svo og með verkefna- og ritgerðavinnu.

Við innritun í skólann er nám úr grunnskóla metið á sama hátt og annarra umsækjenda með þeirri undantekningu að námsmat í íslensku er skoðað sérstaklega. Námsráðgjafi skólans sér um móttöku nemenda með erlendan bakgrunn og tryggir að farið sé eftir stefnu skólans.

Við upphaf skólans

Ákveðið skimunarferli fer í gang þar sem:

 • Hver bekkur er skimaður og leitað er að nemendum með erlendan bakgrunn. Er það gert af umsjónarkennara og námsráðgjafa.
 • Haft er samband við grunnskóla viðkomandi nemanda hér á landi, þegar um slíkt er að ræða og upplýsinga aflað um nemandann.
 • Námsráðgjafi í samstarfi við umsjónarkennara viðkomandi bekkjar kallar kennara á fund þar sem ræddir eru möguleikar á aðstoð
Móttökuviðtal í byrjun skólaárs

Námsráðgjafi kallar nemanda til fundar við sig og ræðir:

 • Stöðu nemanda í íslensku, bakgrunn hans, heimilis- og félagslegar aðstæður, stöðu í heimamáli og möguleika hans á að bæta sig í heimamáli sínu ef þess er þörf.
 • Hvaða aðstoð nemandinn hafi fengið á fyrri skólastigum.
 • Hvaða aðstoð nemandinn teldi að myndi henta sér best.
 • Hvort nemandi hafi lært dönsku eða annað norðurlandamál í grunnskóla.
Kynningarfundur fyrir nemendur og forráðamenn þeirra

Á fyrstu dögum skólans eru forráðamenn boðaðir á upplýsingafund með barni sínu:

 • Forráðamenn komi sjálfir með túlk ef þeir telja þess vera þörf.
 • Farið er yfir starfsemi og reglur skólans á íslensku og ensku ef þurfa þykir.
 • Nemendaþjónusta skólans er kynnt.
 • Samstarf heimilis og skóla kynnt.
 • Kennsluumhverfi Innu er kynnt og hvernig forráðamenn komast þar inn.
 • Kynnt er hvaða þjónusta er í boði fyrir viðkomandi nemanda.
 • Kynntur möguleiki á stöðumati í heimamáli og að taka heimamál sem valgrein.
Möguleg aðstoð

Aðstoð við nám með sérstaka áherslu á:

 • Íslenskuáfanga viðkomandi nemanda.
 • Hugtakaskilning í öðrum námsgreinum.
 • Stoðkennsla í stærðfræði og efnafræði er í boði fyrir alla.
 • Aðstoð við vinnu ritgerða og stærri verkefna á íslensku.
 • Að nemandi fái að hafa með sér hugtakalista með samþykki viðkomandi kennara í prófum.
 • Að nemandi fái glærur sem notaðar eru í næstu kennslustund sendar deginum áður svo hann geti kynnt sér efnið.
 • Að nemandi fái að taka eigið heimamál í stað norræns máls eða sem valáfanga.
 • Jafningjastuðning ef þörf þykir.
Gátlisti námsráðgjafa fyrir móttöku nemenda með annað heimamál en íslensku og nemenda sem búið hafa lengi erlendis Skólastjórnendur Námsráðgjafi Umsjónarkennari Kennarar
Hver bekkur skimaður og leitað að nemendum
X
X
Hafa samband við grunnskóla viðkomandi
X
Fundur með kennurum viðkomandi nemanda
X
X
X
Hafa viðtal við nemanda
X
Kynna sér bakgrunn nemanda, staða í íslensku, heimamál, heimilisaðstæður, félagslegar aðstæður
X
Kynna sér hvaða aðstoð nemandi þarfnast
X
Undirbúa kynningarfund með nemendum og forráðamönnum
X
X
X
Athuga með túlk með forráðamönnum
X
Skoða möguleika á stöðumati í heimamáli viðkomandi
X
Athuga möguleika á heimamáli sem valgrein
X
X
Athuga með hvernig nemandi samlagast bekknum mögulegan jafningjastuðning
X
X
Úrræði á prófum kynnt og fylgt eftir
X
X
X
Skoða reglulega námsframvindu og finna lausnir ef þurfa þykir í samvinnu við kennara nemenda
X
X
X