1. fundur 2019 - 3. september

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal, kl. 9:25

Mættir:

Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi.
Ármann Halldórsson (ÁH) – kennari.
Sigrún Halla Halldórsdóttir (SHH) – kennari.
Dagur Kárason (DK) – nemandi.
Kári Jóhannesson (KJ) – nemandi.
Þorkell H. Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Hlutverk skólaráðs og skipan þess.
  • Fundartímar.
  • Fundargerðir.
  • Erindi til skólaráðs.
  • Kennsla eftir ball.
  • Önnur mál.
Hlutverk skólaráðs og skipan þess

Guðrún Inga fer yfir hlutverk skólaráðsins og skipan þess. Skólaráð er skipað tveimur skólastjórnendum, annar er ritari og hinn sér um að boða til funda. Tveir kennarar sitja í skólaráði og tveir nemendur, annars vegar forseti NFVÍ og hins vegar formaður hagsmunaráðs nemenda. GIS mun skrifa frétt um skólaráð sem á að fara á heimasíðu skólans.

Fundartímar

Ákveðið var að funda mánaðarlega og skal fundur að jafnaði vera á síðasta þriðjudegi hvers mánaðar. Boða skal til fundar oftar ef þurfa þykir.

Fundargerðir

Fundargerðir verða aðgengilegar á vefsíðu skólans.

Erindi til skólaráðs

Rætt var um eðli þeirra erinda sem skólaráð tekur til umfjöllunar. Á fundinum kom fram að flest erindi á síðasta skólaári komu í gegnum hagsmunaráð frá hinum almenna nemanda. Gera má ráð fyrir að svo verði einnig í ár.

Kennsla eftir ball

Fulltrúar nemenda báru fram óskir um að nemendur fengju lengri hvíld eftir ball og þá þannig að ekki yrði kennt í 1. tíma eftir ball. Þessi tillaga var rædd og ákveðið að gera tilraun með að fella niður kennslu eftir 1. ball skólaársins sem haldið verður 5. september. ÞHD var falið að framkvæma ákvörðunina.

Önnur mál

Engin önnur mál voru borin upp.

Fundi slitið klukkan 9.50