1. fundur 2021 - 16. september

Fundur settur í Glersal kl. 9:15.

Mættir:

Agnes Helga Gísladóttir, Mira Esther Kamallakharan, Kári Freyr Kristinsson, Rut Tómasdóttir, Unnur Sigurbjörg Eysteinsdóttir og Þorkell Diego. Guðrún Inga Sívertsen var forfölluð.

Dagskrá fundarins:
  • Hlutverk skólaráðs og skipan þess.
  • Fundartímar.
  • Fundargerðir.
  • Erindi til skólaráðs.
  • Verkefni skólaráðs á árinu.
  • Drög að próftöflu.
  • Önnur mál.
Hlutverk skólaráðs og skipan þess

Farið var yfir hlutverk skólaráðs og hvar fundargerðir ráðsins er að finna.

Skólaráð 2021-2022 er skipað:

  • Fulltrúar kennara: Rut Tómasdóttir og Unnur S. Eysteinsdóttir.
  • Fulltrúar stjórnenda: Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell H. Diego sem ritar fundargerð.
  • Fulltrúar nemenda: Kári Freyr Kristinsson (forseti NFVÍ), Mira Esther Kamallakaharan og Agnes Helga Gísladóttir úr hagsmunaráði og munu þær deila fundarsetu.
Fundartímar

Ákveðið var að hafa fundi framvegis í hádeginu og velja þá annaðhvort þriðju- eða fimmtudaga, allt eftir því hvort viðburðir séu á dagskrá hjá NFVÍ þessa daga.

Fundargerðir

Fundargerðir skólaráðs voru ræddar og hvar þær eru aðgengilegar á heimasíðu skólans. Í kjölfarið var heimasíðan aðeins rædd og voru fundarmenn sammála um að ýmsar upplýsingar sem tengjast foreldrum mætti vera sýnilegri.

Erindi til skólaráðs

Skólanum hafa borist alvarlegar athugasemdir frá foreldrum varðandi óæskilegar spurningar til nýnema í nefndarviðtölum. Stjórnendur skólans ákváðu að þetta erindi ætti heima á borði skólaráðs og var málið tekið upp á fundinum. Fundarmenn voru sammála um að breytinga sé þörf og setja þurfi skýrar reglur um framkvæmd viðtalanna og hvers kyns spurningar séu þar lagðar fram. Formaður hagsmunaráð benti á að um leið og fréttir bárust af viðtölunum hafi hagsmunaráð farið að afla upplýsinga um spurningarnar og upplifun nemenda af viðtölunum. Sú vinna er enn í gangi. Stjórn NFVÍ mun funda um málið og leggja fram tillögur um hvernig framkvæmd nefndarviðtala eigi að fari fram og hvernig megi koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Verkefni skólaráðs á árinu

Verkefni skólaráðs voru rædd og meðal annars aðkoma ráðsins að skólaþingi sem verður á skólaárinu. Einnig komu fram vangaveltur um hvort ástæða væri að óttast um hefðir og venjur sem gætu hafa tapast í Covid-faraldrinum. Fundarmenn voru sammála um að skólinn sem samfélag þurfi að vera á verði gagnvart því og að ekki skapist vondar hefðir eða venjur.

Drög að próftöflu

Próftaflan var rædd. Engar athugasemdir voru gerðar og mun hagsmunaráð fá drögin að próftöflunni til umfjöllunar fljótlega.

Önnur mál

Unnur S. kom inn á umgengni í kennslustofum og á göngum skólans. Sérstaklega í tímum eftir fyrri frímínútur og matarhlé. Nokkur umræða skapaðist um umgengismál og að gera mætti betur í þessum málum. Spurningin um hvort ekki mætti setja ruslafötur í kennslustofur kom fram og var rædd en að endingu voru fundarmenn sammála um að flokkunartunnur væru heldur fyrirferðarmiklar í kennslustofum og fjöldi ruslatunna og staðsetning þeirra göngum skólans þannig að ekki væri þörf á þeim í kennslustofur.

Skólastjórnendur komu á framfæri að þegar væri hafin vinna við að fá nemendur á 1. ári til þess að ganga betur frá kennslustofum í lok dags og aðstoð frá NFVÍ væri vel þegin í þeirri vinnu. Hugmyndin er svo að halda áfram með þessa vinnu meðal 2. og 3. árs nema. Forseti NFVÍ tók vel í samstarf á þessum vettvangi.

Fundi slitið kl. 10:20