2. fundur 2021 - 12. mars

Fundur í skólaráði haldinn í Glersal kl. 12:00.

Mættir:

Rut Tómasdóttir (RT) – kennari.
Unnur Sigurbjörg Eysteinsdóttir (USE) – kennari.
Eiríkur Kúld Viktorsson (EKV) – nemandi.
Bragi Geir Bjarnason (BGB) – nemandi.
Þorkell Diego (ÞD)- skólastjórnandi.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Kosningar NFVÍ.
  • Próftafla vorannar 2021.
  • Önnur mál.
Kosningar NFVÍ

Eiríkur Kúld og Bragi Geir fóru yfir fyrirkomulag væntanlegra kosninga til stjórnar og nefnda NFVÍ. Kosningar verða óvenju seint þetta árið þar sem flest starf nefnda hefur seinkað vegna samkomutakmarkana. Kosningarnar verða rafrænar í ár eins og í fyrra og fara fram í gengum INNU. Ekki verður hefðbundin kosningavika með básum og tilheyrandi heldur munu frambjóðendur kynna málefni sín rafrænt. Kosningar fara fram síðustu vikuna í apríl.

Próftafla vorannar 2021

Þorkell fór yfir drög próftöflunnar og skýrði út forsendur hennar. Hagsmunaráð mun núna fá próftöfluna til skoðunar með nemendum og þurfa athugasemdir að berast til Þorkels fyrir föstudaginn 19. mars. Stefnt er að því að endanleg próftafla verði birt fyrir páska.

Önnur mál

Engin önnur mál voru tekin fyrir á fundinum.

Fundi slitið klukkan 12:40.