3. fundur 2019 - 19. nóvember

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal kl. 9:30.
Mættir:

Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi.
Ármann Halldórsson (ÁH) – kennari.
Sigrún Halla Halldórsdóttir (SHH) – kennari.
Dagur Kárason (DK) – nemandi.
Kári Jóhannesson (KJ) – nemandi.
Þorkell H. Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Fundargerð síðasta fundar.
  • Erindi til skólaráðs.
  • Einingar fyrir félagslíf.
  •  Skólaþing.
  • Borð í kennslustofur.
  • Önnur mál.
Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar var rædd og lögð til samþykktar. Í upphafi voru fundarmenn minntir á að mæta á réttum tíma, að því loknu var fundargerðin rædd og svo samþykkt athugasemdarlaust.

Erindi til skólaráðs

Engin erindi bárust til skólaráðs.

Einingar fyrir félagslíf

Á fundi skólaráðs á síðasta skólaári (6. fundur) lagði formaður hagsmunaráðs fram tillögu um að nemendur gætu fengið einingu fyrir störf í félagslífinu að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. GIS fór yfir þau atriði sem í gegnum tíðina hafa valdið vandræðum og vonbrigðum varðandi einingar fyrir kór og þátttöku í Nemó. Tillagan frá hagsmunaráði var lögð fyrir skólastjórnendur og í þeirra meðförum er tillagan orðin eftirfarandi:

Nemandi sem tekur virkan þátt í nefnd, ráði, listrænum viðburðum eða öðrum skilgreindum verkefnum á vegum NFVÍ getur sótt um einingu fyrir vinnu sína. Viðmið er að vinna nemandans sé a.m.k. 30 klst í þágu Nemendafélagsins. Það er á ábyrgð nemandans að sækja um á þar til gerðu eyðublaði sem skila skal til áfangastjóra fyrir ákveðinn auglýstan tíma. Nemandi getur aðeins átt von á einni einingu á hverju skólaári. Vafamál skulu borin undir skólaráð eða stjórnendur skólans.

Fulltrúar nemenda lýstu yfir ánægju sinni með að tillagan hafi fengið góðan hljómgrunn hjá stjórnendum skólans. Einnig komu fram nokkrar áhyggjur um að mikil vinna legðist á áfangastjóra þegar umsóknir um einingu myndu streyma inn. Nokkur umræða skapaðist um mögulegt umfang og lausnir á því. Engin niðurstaða fékkst varðandi það.

Fundurinn samþykkti að bera tillöguna óbreytta undir skólanefnd til samþykktar.

Skólaþing:

GIS og ÞHD lögðu fram hugmyndir að næsta skólaþingi. Samkvæmt hugmyndinni er ráðgert að allir sem í skólanum starfa komi sér upp samskiptasáttmála. Aðrir fundarmenn lýstu ánægju sinni með hugmyndina og hvöttu til þess að hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd.

Borð í kennslustofum:

Nokkur umræða hefur verið um þörf á nýjum borðum í skólann. Búið er að setja þríhyrningslaga borð í tvær stofur. DK og KJ bentu á að nemendur væru almennt ekki sáttir við
þau borð enda væru þau of lítil. Nemendur eru almennt sáttir við núverandi borð ef hægt væri að passa upp á að þau væru ekki völt.

Önnur mál:

KJ segir að meðal nemenda sé lítil hrifning yfir hækkuninni sem er í Matbúð, þ.e. að maturinn kosti nú 900 í stað 800 áður. Hann lagði til að nemendur sem mættu með eigin box og/eða eigin fjölnota hnífapör gætu fengið þessa hækkun niðurfellda.

DK Leggur til að kynjafræði verði gerður að skylduáfanga.

Fundi slitið klukkan 10.22