4. fundur 2019 - 5. febrúar

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal  kl. 12:30.

Mættir:

Aðalheiður Ásgrímsdóttir (AÁ) – kennari.
Alda Jóna Nóadóttir (AJN) – kennari.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi.
Máni Þór Magnason (MÞM) – nemandi.
Pétur Már Sigurðsson (PMS) – nemandi.
Þorkell Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Fundargerð síðasta fundar.
  • Erindi til skólaráðs tekin fyrir.
  • Skólaþing 2019 – samantekt.
  • Heimastofur 3. árs nema.
  • Einingar fyrir félagslíf og skólasókn.
  • Önnur mál.
Fundargerðir síðasta fundar:

Fundargerð síðasta fundar var rædd en engar athugasemdir voru gerðar og var hún samþykkt samhljóða.

Erindi til skólaráðs:

Engin erindi höfðu borist skólaráði.

Skólaþing 2019: samantekt:

Samantektin sem gerð var af Hrund var rædd. Máni Þór hefur tekið saman atriði sem hann vill að komi fram varðandi ýmis atriði. Ákveðið var að Máni myndi senda tillögurnar til yfirlestrar og þær yrðu svo ræddar síðar.

Heimastofur 3. árs nema:

Máni Þór benti á að mikil óánægja væri meðal nemenda vegna fyrirkomulags stofutöflu á 3. ári. Guðrún Inga kom með tillögu að nýju fyrirkomulagi og var það samþykkt. Ný stofutafla mun þá taka gildi frá og með mánudeginum eftir Nemó.

Einingar fyrir félagslíf og skólasókn:

Pétur Már bendir á að það sé mjög á reiki og óskýrt hverjir fái einingar fyrir félagslíf og hverjir ekki. Nokkur umræða skapaðist undir þessum lið og var ákveðið að Pétur og Máni myndu forma tillögu til þess að leggja fyrir skólastjórn. Samþykkt hefur verið í skólastjórn að gefa eina sóknareiningu fyrir hverja önn í stað þess að veita nemendum sem uppfylla skilyrði mætingar 2 í lok hvers árs.

Önnur mál:

Rætt var um breytingar á klukkunni. Ákveðið að ræða nánar á næsta fundi og sjá hvernig tímatafla skólans gæti litið út m.t.t. seinkunar á skólabyrjun.

Fundi slitið kl. 12:40