4. fundur 2020 - 14. janúar

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal  kl. 10:30.
Mættir:

Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi.
Ármann Halldórsson (ÁH) – kennari.
Sigrún Halla Halldórsdóttir (SHH) – kennari.
Dagur Kárason (DK) – nemandi.
Kári Jóhannesson (KJ) – nemandi.
Þorkell H. Diego (ÞHD) – skólastjórnandi  – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Fundargerð síðasta fundar.
  • Erindi til skólaráðs.
  • Einingar fyrir félagslíf.
  • Könnun á þátttöku nemenda í félagslífi.
  • Skólaþing.
  • Önnur mál.
Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð síðasta fundar var rædd og lögð til samþykktar. Fundargerð var samþykkt athugasemdarlaust.

Erindi til skólaráðs

Engin erindi bárust til skólaráðs.

Einingar fyrir félagslíf:

Tillagan var lögð fyrir skólanefnd og var hún samþykkt þar með þeim fyrirvara að útfærslan þyrfti að vera skýrari en kom fram í tillögunni sem lögð var fyrir. Skólastjórnendum var úthlutað það hlutverk að sjá um frekari útfærslu. Fulltrúar nemenda fögnuðu niðurstöðunni. Í kjölfarið voru mögulegar útfærslur aðeins ræddar og meðal annars hvernig nemendur geti sótt um einingu. Dagur lagði til að fulltrúi nemenda myndi aðstoða við að meta umsóknir nemenda um félagslífseiningu. Sigrún Halla benti á að setja þurfi skýr tímamörk á hvenær skila skuli inn umsóknum um einingu. Skólastjórnendur lofuðu að leggja útfærsluna fyrir skólaráð áður en farið verður að vinna eftir henni.

Könnun á þátttöku nemenda í félagslífi:

Kári sagði frá niðurstöðum fundar NFVÍ um könnuna og tíundaði helstu spurningar sem snúa að félagslífinu og NFVÍ telur gagnlegt að fá svör við. Guðrún Inga lagði til nokkrar aðrar spurningar sem mögulega væri áhugavert að leggja fyrir og fór svo yfir framkvæmdina í gegnum INNU. Fundarmenn voru sammála um að heppilegt væri að fá fag/ eða
utanaðkomandi aðila til að aðstoða við yfirlestur. Heppileg tímasetning var rædd og voru fundarmenn sammála um að leggja könnunina fyrir í lok febrúar.

Skólaþing:

Guðrún Inga tilkynnti að ákveðið hafi verið að halda skólaþingið 25. febrúar. Að því loknu greindi hún stuttlega frá hugmyndinni að hafa samskipti kynjanna að leiðarljósi á Gleði- og forvarnardeginum. Farið var yfir hugmyndina að baki samfélagssáttmála og ferlinu í kringum slíkan sáttmála. Einnig var sjálf framkvæmdin rædd og komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt gæti verið að fá alla nemendur skólans til þess að skrifa sögu á sama tíma.

Önnur mál:

Ákveðið var að halda næsta fund fljótlega og var ákveðið að hafa hann 21. janúar.

Fundi slitið klukkan 11.20