5. fundur 2019 - 5. mars

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal  kl. 12:30.

Mættir:

Aðalheiður Ásgrímsdóttir (AÁ) – kennari.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi
Máni Þór Magnason (MÞM) – nemandi.
Pétur Már Sigurðsson (PMS) – nemandi.
Þorkell Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Fundargerð síðasta fundar.
  • Erindi til skólaráðs tekin fyrir.
  • Jafnréttisáætlun.
  • Skólaþing. Eftirfylgni.
  • Ritskoðun á efni frá NFVÍ.
  • Önnur mál.
Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð síðasta fundar var rædd en engar athugasemdir voru gerðar og var hún samþykkt samhljóða.

Erindi til skólaráðs tekin fyrir:

Engin erindi höfðu borist skólaráði.

Jafnréttisáætlun:

Farið var yfir áætlunina og athugasemdir skráðar. Gæðateymi starfsmanna er einnig að endurskoða áætlunina. Umræða var um hvort NFVÍ ætti ekki að skipa jafnréttisfulltrúa nemenda. Engin niðurstaða en málið rætt aftur á næsta fundi.

Skólaþing – eftirfylgni:

Farið var yfir hvernig eftirfylgni skólaþings verður háttað. Á dagskrá er að kalla saman rýnihópa nemenda á öllum árum til að ræða nánar niðurstöður varðandi kennsluhætti og skólabrag. Í framhaldinu er fyrirhugaður vinnudagur kennara þar sem yfirskriftin er kennsluhættir í Versló. Skipulag vinnudagsins og framkvæmd rýnihópaviðtalanna er í höndum Ástu H., Ingibjargar S. og Guðrúnar Ingu.

Ritskoðun:

Rætt var um ritskoðun á efni sem NFVÍ gefur út. Hingað til hafa starfsmenn skólans séð um ritskoðun með nemendum og það hefur reynst ágætlega. Hugmynd var komið á framfæri um að ritskoðun færi enn meira á ábyrgð nemenda þar sem reynslan sýnir að athugasemdir þeirra eru yfirleitt þær bestu. Pétur benti á að það gæti verið erfitt fyrir nemendur að vera einir í þessu starfi án þess að hafa stuðning frá starfsmanni. Ákveðið að Pétur og Máni fari yfir hvernig best væri að formgera slíkt fyrirkomulag.

Önnur mál:

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 13:00