Endurmenntunar- og skólaþróunarstefna Verzlunarskóla Íslands

Í endurmenntunar- og skólaþróunarstefnu Verzlunarskóla Íslands er lögð áhersla á að starfsfólk skólans viðhaldi og þrói þekkingu sína og þá faglegu hæfni sem nauðsynleg er í samfélagi í stöðugri þróun. Hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á endurmenntun sinni og er miðað við gildandi kjarasamning viðkomandi stéttarfélags.

Markmið skólans er að:
  • Hvetja starfsmenn til að sækja námskeið, ráðstefnur og annað sem efst er á baugi hverju sinni.
  • Hvetja kennara sérstaklega til að fylgjast með nýjungum í kennslufræðum og notkun upplýsingatækni í kennslu.
  • Standa á hverju skólaári fyrir stuttum námskeiðum og fyrirlestrum sem tengjast skólastarfi eða öðru sem styrkir gott og öflugt skólasamfélag.
  • Hvetja starfsmenn til að fylgjast með, kynna sér og taka þátt í umræðum, skrifum og rannsóknum á skólastarfi, t.d. með því að taka þátt í starfi félaga sem starfa innan faga sinna og að fylgjast með umræðu á netmiðlum.
  • Taka þátt í kostnaði áhugaverðra námskeiða ef styrkur fagfélags nær ekki að brúa.
  • Gefa starfsmönnum tækifæri til þátttöku í Erasmus+ námskeiðum í samstarfi við verkefnastjóra alþjóðamála og stjórnendur.
  • Gefa starfsmönnum kost á hlutfallslegu leyfi til að taka þátt í námi/námskeiði sem gagnast starfi viðkomandi innan skólans (EYÐ-004).
  • Gefa kennurum tækifæri til kennaraskipta við annan framhaldsskóla (EYÐ-005)

Síðast uppfært maí 2024