Gæðastefna VÍ

Gæðastefna Verzlunarskóla Íslands er unnin samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, kafla VII um mat og eftirlit með gæðum. Samkvæmt lögunum eiga framhaldsskólar að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og forsjáraðila eftir því sem við á.

Gæðateymið samanstendur af skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, kennslustjóra fjarnáms, gæðastjóra, tveimur kennurum og starfsmanni öðrum en kennara. Gæðateymið getur kallað til fulltrúa nemenda, forsjáraðila og annarra hagsmunaaðila eftir þörfum.

Menntamálaráðuneytið gerir áætlun til þriggja ára um kannanir og úttektir sem miða að því að veita upplýsingar um framkvæmd framhaldsskólalaga, aðalnámskrár framhaldsskóla og annarra þátta skólastarfs. Ytri úttekt á framhaldsskóla skal fara fram eigi sjaldnar en á fimm ára fresti og unnin af óháðum aðilum.

Markmið með gæðastefnu Verzlunarskólans er að:

  • starfsemi skólans sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, aðalnámskrár og skólanámskrár Verzlunarskóla Íslands.
  • tryggja gæði náms og skólastarfs með því að framkvæma reglulega innra mat þar sem árangur og gæði skólastarfsins er metið reglulega með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og forsjáraðila eftir því sem við á og stuðla að umbótum ef þess þarf. Til dæmis með því að:
    • meta og kanna viðhorf nemenda til námsins og aðstöðu.
    • meta og kanna viðhorf starfsmanna til vinnustaðarins.
    • meta og kanna líðan starfsmanna og nemenda.
    • meta og kanna viðhorf forsjáraðila til skólastarfsins.
  • kanna áhrif breytinga á kennslu- og starfsháttum þegar við á.
  • fræðsla fari fram innan skólans um gæðastjórnun og gæðaeftirlit.
  • framkvæma innra mat skólans.
  • að tryggja aðgengi að upplýsingum eftir því sem við á.

Samþykkt í nóvember 2026