Starfsmannastefna VÍ

Starfsmannastefna Verzlunarskóla Íslands er unnin samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og kjarasamningum á hverjum tíma. Verzlunarskólinn lítur svo á að hæft og traust starfsfólk sé forsenda þess að skólastarfið skili árangri. Verzlunarskólinn leggur áherslu á að fá hæft fólk til starfa og skapa gott starfsumhverfi í anda einkunnarorða skólans: Hæfni, ábyrgðar, virðingar og vellíðunar. Starfsmannastefnan felur í sér sameiginlega sýn starfsfólks á þá þætti sem gera skólann að eftirsóknarverðu lærdómssamfélagi.

Markmið skólans í starfsmannamálum eru:

Hæfni

  • Að ráða til sín starfsmenn sem búa yfir sérfræðimenntun og reynslu.
  • Að bjóða upp á endurmenntun í samræmi við námsframboð skólans hverju sinni og reyna að koma til móts við óskir starfsmanna um endurmenntun.
  • Að huga sífellt að möguleikum til starfsþróunar.

Ábyrgð

  • Að bjóða upp á sveigjanleika í vinnutíma eftir því sem eðli hvers starfs gefur tilefni til.
  • Að hafa persónuverndarstefnu skólans og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
  • Að allir starfsmenn sinni starfi sínu af heilindum og trúmennsku með hagsmuni skólans að leiðarljósi og fái tækifæri til að njóta hæfileika sinna og menntunar.

Virðing

  • Að jafnrétti sé virt með jafnréttisáætlun og jafnlaunastefnu.
  • Að starfsmenn séu vel upplýstir um mál er varða skólann.
  • Að starfsmenn sýni hver öðrum skilning, umburðarlyndi og virðingu.

Vellíðan

  • Að góð samskipti, samvinna og traust sé á milli starfsmanna og milli starfsmanna og nemenda.
  • Að tryggja sem best hagsmuni starfsmanna.
  • Að tryggja almenna vellíðan starfsmanna.

Síðast uppfært vor 2022