Algengar spurningar

Er hægt að fá afrit af dagatalsfærslum (viðburðum) úr Moodle í Outlook dagatalið?

Byrjaðu á því að fara á svæði til vinstri á forsíðunni í Moodle sem nefnist Stikla og smelltu á Dagatal:

Stikla

 

Farðu neðst á síðuna sem þá opnast og smelltu á Flytja út dagatal:

Flytja út dagatal

 

Þar er hægt að velja um tvær leiðir:

  1. Að flytja vefslóð inn í Outlook dagatalið.
  2. Að flytja skrá inn í Outlook dagatalið.

 

Ég er búin að prófa hvoru tveggja en sé í fljótu bragði ekki muninn, sýni því báðar leiðir hér.

Leið 1: Að flytja vefslóð inn í Outlook dagatalið

Smelltu á Birta vefslóð dagatals (vefslóðin kemur oftast sjálfkrafa. Veldu vefslóðina og afritaðu (copy) hana:

Birta vefslóð dagatals

 

Opnaðu dagatalið þitt í Outlook:

Opna í Outlook

 

Og veldu Open Calendar og smelltu á From Internet á felliglugganum sem þar kemur niður:

Smella á From Internet

 

Límdu (paste) svo slóðina í þar til gerðan glugga og smelltu á OK:

Líma á slóðina í þar til gerðan glugga

 

Birtist þá dagatalið úr Moodle (grænt) við hliðina á dagatalinu sem var þar fyrir (blátt):

Þá birtist dagatalið úr Moodle

 

Það er í lagi að loka Moodle-dagatalinu með því að smella á krossinn eins og sýnt er hér:

Smella á krossinn til að loka Moodle dagatalinu

 

Því hægt er að kalla það fram aftur með því að smella á nafn þess á hliðarstikunni til vinstri:

Það er hægt að kalla það fram aftur

 

Leið 2: Að flytja skrá inn í Outlook dagatalið:

Í stað þess að smella á Birta vefslóð dagatals, er smellt á Flytja út

Smella á Flytja út

 

Opnast þá neðst á skjánum valmynd þar sem boðið er að vista skránna:

Neðst á skjánum er boðið að vista skránna

 

Farðu síðan í dagatalið í Outlook og veldu File og Open og smelltu síðan á Open Calendar:

Smelltu á Open Calendar

 

Þar þarf að velja skránna sem sótt var í Moodle og smella svo á OK:

Velja þarf skránna

Meira um þetta er hér: Using Calendar

Hér getur þú nálgast upplýsingarnar í PDF skjali: Er hægt að fá afrit af dagatalsfærslum (viðburðum) úr Moodle í Outlook dagatalið?

Gangi þér vel!