EÐLI 3VE 05 - Nútíma eðlisfræði/Verkefna eðlisfræði

Undanfari EÐLI2DL05 eða sambærilegir áfangar

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Fjallað verður um helstu atriði nútíma eðlisfræði, sér í lagi afstæðiskenningu, kjarneðlisfræði og frumatriði skammtafræði og öreindafræði, auk þess sem innsýn verður gefin í hugmyndir eðlisfræðinnar um upphaf og þróun alheimsins. Gert er ráð fyrir að nemendur geri verkefni (skiladæmi) sem tengjast námsefninu og skrifi ritgerð um valið efni nútíma eðlisfræði í samráði við kennara.

Námsgögn

  • Kennslubók er Eðlisfræði 403 eftir Davíð Þorsteinsson auk samtínings (dæmasafns) og annars lesefnis á ensku samkvæmt nánari ákvörðun kennara.