Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Íslenska, nútímabókmenntir
Áfanginn er framhald af ÍSLE 2ÞT 05 (eða sambærilegum áfanga). Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Nemendur lesa æviminningar og aðra bókmenntatexta frá 20. og 21. öld, greina þá og vinna úr þeim verkefni. Textar verða greindir út frá listrænum áherslum, boðskap og því hvernig þeir tengjast íslenskum þjóðfélagshræringum fyrr og nú. Nemendur kynnast hugtökum er tengjast bæði listrænum og fræðilegum skrifum.
Markmið áfangans er að auka þekkingu og skilning nemenda á sögu íslensks samfélags og menningar, kynnast sígildum bókmenntaverkum en fyrst og fremst nýta þau til að efla skilning á stöðu sinni í nútímasamfélagi uppruna þess og hvert það stefnir í náinni framtíð.
Námið fer fram með lestri og verkefnaskilum.
Lesefni frá kennara: Minn hlátur er sorg – ævisaga Ástu Sigurðardóttur (brot) eftir Friðriku Benónýsdóttur, Táningabók (brot) eftir Sigurð Pálsson og Sjóveikur í München (brot) eftir Hallgrím Helgason, Sara Björk Óstöðvandi (brot) eftir Magnús Örn Helgason.
Smásögur og ljóð af www.smasaga.is
Skáldsagan Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson.