19. jún. 2018 : Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofur skólans verða lokaðar vegna sumarleyfa frá miðvikudeginum 20.06.2018 til þriðjudagsins 07.08.2018.

Fjarnámspróf verða 8. - 15. ágúst. Sjá próftöflu hér. 

Föstudaginn 17. ágúst kl. 10:00 - 15:00 verður nýnemakynning og mæta þá einungis nýnemar í skólann. Eldri nemendur mæta föstudaginn 18. ágúst og þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Nemendur nálgast stundaskrá sína og bókalista á INNU fyrir skólabyrjun. Skóladagatal næsta skólaárs er hægt að skoða hér .  

16. jún. 2018 : Lok innritunar vor 2018

Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 642 umsóknir,  488 sem val 1 og 154 sem val 2. Í ár voru 325 nemendur innritaðir á fyrsta ár. Fleiri nemendur eru teknir inn nú í ár en í fyrra, en það stafar af því að nú í vor útskrifuðust tveir árgangar frá skólanum vegna styttingar náms til stúdentsprófs, þ.e. fyrstu nemendur í nýju þriggja ára námi og síðasti árgangurinn í fjögurra ára námi. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar landsins góður valkostur.

11. jún. 2018 : Undirbúningsnámskeið í stærðfræði fyrir nýnema

Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆR-Undirbúningur) fyrir nýnema.

Námskeiðið fer fram í húsnæði Verzlunarskólans 13.-15. ágúst (mán-mið). Kennt verður frá 9 til 12 alla dagana og gert er ráð fyrir að nemendur læri líka heima.

Námskeiðið endar á skriflegu prófi, þeir sem ná prófinu fá eina einingu fyrir námskeiðið.

Námskeiðið verður í umsjá stærðfræðikennara skólans. Farið verður yfir brotareikning, þáttun, jöfnur og rúmfræði. Námskeiðið er valfrjálst en sem viðmið eru hér nokkur dæmi  sem eru sambærileg þeim sem farið verður í á námskeiðinu. Svör við dæmunum  má nálgast hér.

4. jún. 2018 : Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 26. maí við hátíðlega athöfn í Hörpu. Að þessu sinni brautskráðust 543 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 256 úr þriggja ára náminu, 281 úr fjögurra ára náminu og 6 úr fjarnámi.

30. maí 2018 : Endurtektarpróf

Dagana 30. maí til 1. júní verða endurtektarpróf í dagskólanum. Próftöfluna og upplýsingar um greiðslu fyrir hvert próf er að finna á heimasíðu skólans .

29. maí 2018 : Vorðferð starfsmanna

Skólinn lokar klukkan 13:00 í dag vegna vorferðar starfsmanna. Skólinn opnar aftur miðvikudaginn 30. maí kl: 09:00

25. maí 2018 : Skólaslit

Brautskráning stúdenta verður í Hörpu þann 26. maí næstkomandi. Brautskráningin verður sú stærsta í sögu skólans þar sem um 540 nemendur munu taka við stúdentsskírteinum sínum.

Um ákveðin tímamót eru að ræða þar sem við kveðjum síðasta stúdentsárganginn úr 4 ára náminu og fyrsta árganginn úr 3 ára náminu.

4. maí 2018 : Bókasafn VÍ - vorpróf 2018

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 5. maí til og með 17. maí eftirfarandi:

3. maí 2018 : Peysufatadagurinn

Peysufatadagurinn er haldinn hátíðlegur  í dag. Eftir hátíðlega dagskrá í Bláa sal skólans er haldið í rútu niður í miðbæ þar sem nemendur ganga niður Laugarveginn og stíga dans á Ingólfstorgi. Dagskráin endar svo á hádegisverði í Perlunni.

IMG_1347

30. apr. 2018 : Lokahóf Alþjóðabrautar

3. bekkur A bauð til lokahátíðar Alþjóðabrautar þar sem nemendur kynntu afrakstur lokaverkefnisáfanga sem þau hafa setið í vetur. Þar var unnið að sjálfstæðum rannsóknum á hinum ýmsu efnum sem tengjast aðaláherslum brautarinnar. Afraksturinn var fjölbreyttur; tímarit, hlaðvörp og stuttmyndir. Hátíðin tókst vel í alla staði!

27. apr. 2018 : Erasmus+ fundur í Porto

Dagana 8.-14. apríl dvöldu 5 nemendur úr 3-A ásamt tveimur kennurum í Porto, Portúgal. Tilefnið var lokafundur tveggja ára Erasmus+ verkefni, Welcome to My City. Nemendurnir unnu margvísleg verkefni í blönduðum hópum. Þau héldu erindi á ensku um innflytjenda og flóttamanna löggjöf í heimalandinu og sögðu frá sjálfboðavinnu til styrktar góðgerðasamtökum sem hjálpa flóttamönnum. Það gafst einnig tími til að skoða hina undurfögru borg Porto og eyða kvöldstund með portúgölskum samtökum sem aðstoða innflytjendur við að aðlagast samfélaginu. Vikan var bæði þroskandi og skemmtileg. Nemendur kynntust einnig portúgölskum heimilum þar sem þeir gistu í heimahúsum.

16. apr. 2018 : Erasmus+ Spánverjar í heimsókn

Dagana 5. – 11. apríl komu 23 spænskir nemendur skólans Corazón de María (CODEMA) frá Gijón, Spáni, í heimsókn, ásamt skólastjóra sínum og kennara. Heimsóknin er liður í samstarfsverkefni sem styrkt er af Erasmus+ til tveggja ára. Verkefnið ber yfirskriftina SMART: Sharing Methodologies, Attitudes, Responsibilities, & Thinking.

Síða 1 af 46