Hufflepuff vistin með kennurum: Ármann Halldórss. Hildur Kaldalóns, Björgvin Haukur Bjarnas.  Ísak Pétur Bjarkars. Víglundur Ottó Þorsteinss. Pétur Steinn Atlas. Kolbeinn Högni Gunnarss. Helga Ben.

15. jan. 2021 : Heimavistabikar afhentur

Haustönn 2020 kenndu Ármann Halldórsson og Helga Benediktsdóttir valnámskeið um Harry Potter bækurnar í ensku. Hluti af þessu bráðskemmtilega námskeið var heimavistakeppnin, en nemendum var skipt upp í heimavistir með strangvísindalegum aðferðum. Í þetta skipti sýndi Hufflepuff mesta leikni í hinum ýmsum þrautum og reyndust hafa mestan siðferðisstyrk. Hlutu þau að launum hinn eftirsótta heimavistabikar í lok annar og önnur vegleg verðlaun; gjafabréf í Búlluna og Nexus. Að auki hlaut Indiana Breiðfjörð Árnadóttir verðlaun fyrir besta búning í búningakeppni áfangans, sem að þessu sinni fór fram á Teams.  

12. jan. 2021 : Vefverslun Matbúðar

Í dag opnaði vefverslun Matbúðar, nemendur geta því pantað vörur úr Matbúð og sótt í frímínútum klukkan 10 eða í hádegishléinu. Afhendingarstaðir eru þrír í skólanum. Nóg var að gera hjá Matbúðarkonum í dag enda tóku nemendur vel í þessa nýjung. Vöruúrvalið er fjölbreytt en þar má m.a. finna ýmsa ávexti, chiagrauta, rúnstykki með áleggi og kjúklingasalat í teriyaki. 

 

7. jan. 2021 : Full staðkennsla í næstu viku

Frá og með mánudeginum 11. janúar verða allir tímar stundatöflu kenndir í staðnámi í skólanum.

Þar sem allir árgangar eru að koma í skólann á sama tíma er mikilvægt að nemendur noti þá innganga sem þeirra heimastofa hefur fengið úthlutað. (sjá frétt )

Þá hvetjum við nemendur til að koma með nesti til að minnka sem mest umferð á göngum skólans og við innganga.

Vefverslun Matbúðar fer í loftið í næstu viku og verður kynnt fyrir ykkur sérstaklega.

Við minnum á að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um skólahald er grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli aðila. Þetta á við í öllum kennslustofum skólans og á göngum hans.

Íþróttakennsla verður áfram í formi útikennslu og hafa nemendur fengið upplýsingar um fyrirkomulagið frá sínum kennara.

Við gerum okkur öll grein fyrir því að COVID-19 er ekki búið og enn eru smit í samfélaginu okkar. Stöndum saman og sinnum persónubundnum sóttvörnum með það að leiðarljósi að skólahald geti haldið áfram í staðnámi á þessari önn.

Þá ítrekum við að þeir sem finna fyrir einhverjum einkennum haldi sig heima og fari í sýnatöku.

Við hlökkum til að sjá ykkur í skólanum, alla daga, allan daginn.

Skólastjórnendur

5. jan. 2021 : Bókasafn VÍ

Það gleður okkur að segja frá því að Bókasafn VÍ hefur verið opnað aftur en þó að teknu tilliti til fjöldatakmarkana og sóttvarna. Hér má sjá helstu takmarkanir og ráðstafanir sem gerðar eru:

4. jan. 2021 : Bóksala

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4. hæð). Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:

4. jan. 2021 : Inngangar í skólann

Til þess að halda nemendum skólans aðskildum er bekkjum skipt upp í 8 hólf út frá heimastofum. Hvert hólf hefur sinn sérstaka inngang (og sama útgang) og það má ekki fara aðra leið inn í skólann en þá sem tilheyrir hólfinu.

Hólfin eru eftirfarandi:

  • Hólf 1: stofur 1-7 (4. hæð): Inngangur á Marmara og beint upp í stigahúsið á vinstri hönd.
  • Hólf 2: stofur, 9-14 (4. hæð): Gengið inn hjá nemendakjallara og beint upp á 4. hæð.
  • Hólf 3: 401-406 (4. hæð): Gengið inn hjá bílastæði kennara og þaðan inn í nýbyggingu.
  • Hólf 4: OJ&Kaaber, Saltsalan, SH, SÍF og VR (3. hæð): Inngangur á Marmara og beint í stigahúsið á vinstri hönd.
  • Hólf 5: 301-306 (3. hæð): Gengið inn hjá bílastæði kennara og þaðan inn í nýbyggingu.
  • Hólf 6: BMVallá, Eimskip, Flugleiðir, (2. hæð) : Gengið inn hjá íþróttahúsi/vaktmanni.
  • Hólf 7: HBen, Hagkaup, Hafskip, Heimilistægi, Hekla, (2. hæð): Gegnið inn á Marmara.
  • Hólf 8: 201-206 (2. hæð): Inngangur fyrir aftan hús, milli Versló og Verkís. Farið upp um brunastigann.

Athugið að nemendur eiga ekki fara á milli sóttvarnarhólfa nema þeir eigi sérstakt erindi annað, t.d. við skrifstofu eða á bókasafn. Það er til þess að minnka líkur á hópsmiti ef upp kemur smit á innan skólans. Einnig er mikilvægt smitrakning gangi vel ef upp kemur grunur um smit á meðal nemenda.

18. des. 2020 : Endurtektarpróf - próftafla

Próftafla endurtektarprófa liggur nú fyrir. Prófin fara fram dagana 4. til 7. janúar og verða lögð fyrir eftir að skóla lýkur á hverjum degi. Ráðgert er að prófin fari fram í húsnæði skólans.

Próftöfluna má finna með því að smella 7 .

18. des. 2020 : Útskrift

Fimmtudaginn 17. desember voru sjö nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Ásdís Birta Alexandersdóttir, Elísabet Freyja Úlfarsdóttir, Helena Rut Héðinsdóttir og Sóley Arngrímsdóttir voru útskrifaðar með stúdentspróf og Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Sara Líf Fells Elíasdóttir og Jón Steinar Brynjarsson luku Fagprófi í verslun og þjónustu. Jón Steinar lauk jafnframt stúdentsprófi. Þetta eru fyrstu nemendurnir sem útskrifast úr fagnámi verslunar og þjónustu en Verzlunarskóli Íslands hóf nýlega að bjóða upp á fagnám fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmennasjóð verslunar- og skriftstofufólks. 

17. des. 2020 : Birting einkunna og upphaf næstu annar

Nú er komið að annarlokum á önn sem hefur reynt á alla. Lokanámsmat hefur farið fram og niðurstöður liggja fyrir. Opnað verður á einkunnir nemenda í INNU klukkan 20:00 í kvöld. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára sjá einnig einkunnir á INNU.

Þeir nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í einstaka greinum eru sjálfkrafa skráðir í endurtektarpróf sem lögð verða fyrir 4.-6.janúar. Próftafla endurtektarprófa mun birtast hér á heimasíðunni mjög fljótlega.

15. des. 2020 : Prófsýning

Einkunnir birtast í INNU fimmtudaginn 17. desember klukkan 20:00. Prófsýning verður rafræn að þessu sinni. Nemendur, sem óska eftir að sjá úrlausnir sínar í öðrum prófum en tekin voru í INNU, geta sent póst á kennara sína milli 8:30 og 10:00, föstudaginn 18. desember. Þeim póstum sem berast á réttum tíma verður svarað samdægurs en öðrum póstum munu kennarar svara við hentugleika.

Endurtektarpróf fara fram 4., 5. og 6. janúar.

4. des. 2020 : Sýning á Instagram á lokaverkefnum í Hönnun í stafrænni smiðju

Nemendur á 1. ári á Nýsköpunar- og listabraut standa fyrir sýningu á lokaverkefnum sínum í Hönnun í stafrænni smiðju. Verkin unnu nemendur á haustönninni og hvetjum við alla til að "skella" sér á þessu flottu sýningu: Hönnun í stafrænni smiðju

2. des. 2020 : Rafræn sjónlistasýning

Nemendur á öðru ári á Nýsköpunar- og listabraut standa fyrir rafrænni sjónlistasýningu þar sem verk þeirra eru til sýnis. Verkin unnu nemendur á haustönninni og hvetjum við alla til að "skella" sér á þessu flottu listasýninguna 

Síða 1 af 64