23. jan. 2020 : Morfís

Föstudaginn, 24. janúar mun Verzlunarskólinn taka þátt í sinni fyrstu Morfís keppni á keppnisárinu og er andstæðingurinn að þessu sinni Menntaskólinn á Egilsstöðum. Umræðuefni keppninnar er Göngum alltaf lengra.

MORFÍs eða mælsku- og rökræðukeppni framhaldskóla Íslands er, eins og nafnið gefur til kynna, ræðukeppni milli framhaldsskóla landsins. Verzlunarskólinn hefur skapað sér góðan orðstír í keppninni og unnið hana oftast allra skóla, síðast í fyrra.

Liðið er ógnarsterkt í ár, skartað þeim Magnúsi Símonarsyni, Lovísu Ólafsdóttur, Killiani G.E Brianssyni og Hildi Kaldalóns. .

23. jan. 2020 : Opið hús fyrir 10. bekkinga

Þriðjudaginn 10. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli 16:30 til 18:00. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

22. jan. 2020 : Samstarfssamningur Verzlunarskóla Íslands og Mín líðan

Skólinn hefur gert samstarfssamning við Mín líðan um sálfræðiþjónustu. Samningurinn gerir nemendum kleift að sækja sér aðgengilega sálfræðimeðferð sem fer alfarið fram í gegnum netið. Slík þjónusta er í takt við þarfir og kröfur framtíðarkynslóða. Með samstarfssamningnum er verið að fjölga þeim leiðum sem í boði eru fyrir nemendur skólans til að leita sér aðstoðar fagfólks. Nánari upplýsingar um samstarfið veita skólastjórnendur og námsráðgjafar skólans. Þá er hægt að kynna sér þjónustu Mín líðan á www.minlidan.is

5. jan. 2020 : Bóksala

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4 hæð). Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:

20. des. 2019 : Jólaleyfi

Skólanum verður lokað 20. desember klukkan 15.00 vegna jólaleyfis og hann opnaður aftur mánudaginn 6. janúar klukkan 8:00. Skrifstofan verður opin milli 8 og 10 en lokar þá til klukkan 12 vegna starfsmannafundar. Nemendur mæta í sínar heimastofur klukkan 13:00 og hitta þar kennara sína. Nemendur eru hvattir til þess að ljúka bókakaupum sínum.

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4 hæð). Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:

6. janúar 12:30-16:00
7. janúar 8:00-16:00
8. janúar 8:00-16:00
9. janúar 8:00-16:00

19. des. 2019 : Útskrift

Fimmtudaginn 19.desember var einn nemandi útskrifaður með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það er hann Júlíus Magnússon. Skólinn óskar honum innilega til hamingju með áfangann.

19. des. 2019 : Próftafla endurtektarprófa

18. des. 2019 : Birting einkunna og prófsýning

Lokaeinkunnir haustannar verða aðgengilegar í INNU klukkan 20.00 fimmtudaginn 19. desember. Á sama tíma verða bókalistar og stundatöflur næstu annar aðgengilegar. Foreldrum/forráðamönnum er bent á að fara á INNU og skoða námsferil barna sinna. Nemendur sem eru orðnir 18 ára geta opnað fyrir foreldraaðgang hjá sér í Innu.

Prófsýning fer fram föstudaginn 20. desember milli 8:30 og 10:00. Nemendur sem falla í áfanga eru sérstaklega hvattir til að mæta og skoða prófúrlausnir sínar því skrifstofa skólans lokar klukkan 15:00 þennan sama dag og opnar ekki aftur fyrr en mánudaginn 6. janúar.

 

17. des. 2019 : Erasmus+ Strenghts and Weaknesses in the Media - fundur í Schleswig dagana 8.-14. desember

Samstarfsskólar Verzlunarskóla Íslands í verkefninu, Erasmus+ Strenghts and Weaknesses in the Media eru frá Þýskalandi, Búlgaríu, Króatíu og Ungverjalandi. Eins og heiti verkefnisins gefur til kynna fjallar það um styrkleika og veikleika fjölmiðla og netmiðla. Nemendur vinna ýmis konar verkefni þar sem markmiðið er að hjálpa þeim t.d. að bera kennsl á falsfréttir og auka netmiðlalæsi þeirra. Fundinn sóttu sex nemendur í 3-B ásamt tveimur kennurum. Síðasti fundurinn í þessu tveggja ára verkefni verður svo haldinn á Íslandi í lok mars.

11. des. 2019 : Miðvikudagurinn 11.12.2019 klukkan 8:00

Búið er að opna skólann og bókasafnið. Verið velkomin.

10. des. 2019 : Ráðstafanir vegna veðurviðvörunar þriðjudaginn 10.12.2019 og miðvikudaginn 11.12.2019

Skólanum verður lokað klukkan 15:00 í dag 10. desember vegna veðurs. 

Skólinn opnar klukkan 10:00  miðvikudaginn 11. desember.

Skv. veðurspám á mesti veðurofsinn að hafa gengið yfir á hádegi á morgun, miðvikudag, og því verður þriggja tíma seinkun á prófum í dagskólanum.

11. des nýr próftími
TÖLV2RT05 kl: 11:30 fyrra holl
TÖLV2RT05 kl: 14:00 seinna holl
SAGA3MH05 kl: 14:00
LÍFF2LE05 kl:14:00
STÆR2LT05 kl:14:00
ÍSLE3NB05 kl:14:00

Fjarnámspróf hefjast klukkan 14:00.

10. des. 2019 : Fjarnámspróf verða klukkan 11:00 í dag

Fjarnámsprófin sem áttu að vera klukkan 14:00 í dag verða klukkan 11:00 vegna slæmrar veðurspár.

Síða 1 af 55