19. feb. 2018 : Árleg ræðukeppni á ensku

Þrír nemendur skólans, þau Damian Motybel, Emilía Björt Pálmarsdóttir og Kjartan Ragnarsson, kepptu um helgina í hinni árlegu ræðukeppni á ensku. Þau stóðu sig öll einstaklega vel og fluttu ræður sínar af miklum eldmóði. Þema keppninnar var "The best way to predict the future is to invent it". Þau komust öll þrjú í úrslit og í lok dags stóð Kjartan uppi sem sigurvegari keppninnar. Að launum fékk hann þátttökurétt í alþjóðlegri ræðukeppni á vegum The English Speaking Union sem haldin verður í London í vor.

Skólinn óskar þeim til hamingju með árangurinn.

15. feb. 2018 : Nordplus – Redo för arbetslivet

Þessa vikuna stendur yfir í skólanum Nordplus fundur í verkefninu Undirbúningur fyrir atvinnulífið. Í verkefninu taka þátt ásamt Verzlunarskólanum, tveir skólar í Helsinki og einn skóli í Stokkhólmi.
Eins og heiti verkefnisins bendir til fjallar það um hvernig hægt er að undirbúa sig sem best í atvinnuleit, þ.e. hvernig skrifar maður ferilskrá og hvernig undirbýr maður sig fyrir atvinnusamtal.

Á meðan á fundi stendur vinna nemendur saman í hópum ýmis konar verkefni sem lúta að þema verkefnisins, þau fá fyrirlesara úr atvinnulífinu í skólann eða fara í fyrirtækjaheimsóknir. Á mánudag kom ein af starfskonum Capacent í heimsókn og talaði um mikilvægi þess að vanda vel til ferilskrárgerðar og hvernig ætti að undirbúa sig fyrir starfsviðtal. Seinni part dagsins fór hópurinn síðan í heimsókn í Íslandsbanka. Í gær kom John Snorri Sigurjónsson í heimsókn og sagði frá leiðangri sínum í fyrra á topp K2. Á morgun lýkur fundavikunni með heimsókn í Viðskiptaráð Íslands og annað kvöld verða nemendur með kveðjuhóf í skólanum.

13. feb. 2018 : Vinningshafar í edrúpotti

 

Dregnir voru 48 glæsivinningar úr edrúpottinum eftir Nemóballið. Alls blésu 654 nemendur af 1559 eða um 42% ballgesta. Við erum ótrúlega stolt af okkar fólki. Á myndinni má sjá nöfn vinningshafa og vinninga sem koma bæði frá foreldrafélaginu og skólanum.

8. feb. 2018 : Opið hús

Fimmtudaginn 15. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli kl. 17.00 - 18.30. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

6. feb. 2018 : Reykjavíkurleikarnir

Reykjavíkurleikarnir, Reykjavík International Games, fóru fram um helgina. Alls tóku 80 skylmingamenn á öllum aldri þátt og hefur mótið aldrei verið sterkara en í ár. Andri Nikolaysson Mateev og Daníel Hugi Magnússon, nemendur VÍ, tóku þátt og stóðu sig með stakri prýði.

Daníel Hugi varð í 3 sæti í karlaflokki og í flokki U17 (17 ára og yngri). Andri Nikolaysson gerði sér lítið fyrir og vann mótið með miklum yfirburðum og var valinn besti skylmingamaður mótsins.

 Skólinn óskar Andra og  Daníel innilega til hamingju með árangurinn.

30. jan. 2018 : Gleðidagur VÍ

Miðvikudaginn 31. janúar er Gleðidagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. Dagskrána má nálgast hér

29. jan. 2018 : Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram í Hörpu þann 26. maí. Athöfn 3. ársins hefst klukkan 10:30 og athöfn 6. bekkjar klukkan 14:00.

29. jan. 2018 : Europeans on the Move – Erasmus+ verkefni dagana 10.-16. janúar

Dagana 10.-16. janúar dvöldu fjórir nemendur í 1. A og tveir kennarar í bænum Dronninglund á norður Jótlandi. Þetta var fyrsti fundurinn í þessu fimm landa verkefni um fólksflutninga í Evrópu.

Nemendur dvöldu hjá dönskum fjölskyldum og kynntust þannig siðum og venjum Dana. Þar að auku unnu þeir ýmis konar verkefni í hópvinnu í skólanum, kynntu verkefni, niðurstöður o.fl. Samskiptamálið var enska. Vikan var vel skipulögð af gestgjöfunum og fyrir utan vinnu í skólanum var farið í dagsferð til Álaborgar, flóttamannahæli heimsótt, farið í einn af stærstu svínaræktarbúgörðum í Danmörku osfrv. Nemendur voru sammála um að starfsemi fundarins hefði verið lærdómsrík, gefandi og skemmtileg.

22. jan. 2018 : Foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 25. janúar nk. verður foreldrum og forráðamönnum 1. og 2. ársnema boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. 

Umsjónakennari mun senda tölvupóst með nánari upplýsingum um tímasetningu og bókun  á viðtölum.

Þennan sama dag verða skólastjórnendur og námsráðgjafar einnig til viðtals.

Við hlökkum til að sjá ykkur í skólanum á fimmtudaginn.

5. jan. 2018 : Bókasafnið opið um helgina

Vegna endurtektarprófa í næstu viku verður safnið opið um helgina:

6. jan. (laugard.) kl. 12-19 
7. jan. (sunnud.) kl. 12-19

Verið velkomin!

3. jan. 2018 : próftafla - endurtekt haust 2017

Hér að neðan er tengill í próftöflu vegna endurtektar á prófum sem haldin voru í desember. Endurtekt_H17

2. jan. 2018 : Skólabyrjun á vorönn 2018

Skólahald hefst að nýju fimmtudaginn 4. janúar klukkan 11:00. Nemendur mæta í sínar heimastofur og hitta kennara. Kennsla hefst skv. stundaskrá 5. janúar.

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ og eru nemendur hvattir til þess að ljúka bókakaupum sem fyrst.

Skrifstofa skólans verður opin frá klukkan 11:00.

Endurtektarpróf fara fram 8. - 10. janúar.

Síða 1 af 45