26. jan. 2023 : Demó - lagasmíðakeppni

Demó, lagasmíðakeppni Verslunarskóla Íslands var haldin miðvikudagskvöldið 25. janúar í Bláa sal skólans. Keppnin var hin glæsilegasta í alla staði og skein ljós keppenda skært. Fjögur atriði voru flutt og voru þau hvort öðru betra. Keppendur voru Eva K. Cassidy með lagið I´ll be mine, Dóra og döðlurnar með lagið Líða fer að vetri, Ingunn María með lagið Á meðan og Viktor&Jason með lagið Þyrnirós. Dómararnir sem fengu það erfiða hlutverk að velja sigurvegara kvöldsins voru Sigga Eyrún, Benni Brynjólfs og Elín Hall. Kynnar kvöldsins voru fyrrum nemendur skólans Gunnar Hrafn og Katla Njálsdóttir. Eftir æsispennandi keppni stóð Ingunn María uppi sem sigurvegari en Dóra og döðlurnar voru val salarins. Demónefndin undir stjórn Katrínar Ýrar sá um allt skipulag keppninnar. Það er nokkuð ljóst að framtíðin er björt hjá þessum hæfileikaríku nemendum.

24. jan. 2023 : Kynningarfundur NGK- Einstakt tækifæri til náms

Verzlunarskóli Íslands og þrír aðrir menntaskólar á Norðurlöndum standa saman að 3ja ára námi til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut þar sem sérstök áhersla er lögð á norðurskautstækni. Námið fer fram í Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.

Fyrsti hópurinn hóf nám haustið 2019 og mun útskrifast í júní í Grænlandi. Nemendur á öðru ári eru staddir á Íslandi en þeir stunda nám við Verzló á þessari önn eftir að hafa verið í Færeyjum á haustönn. Nemendur á fyrsta ári í náminu stunda sitt nám í Danmörku allt fyrsta árið.

23. jan. 2023 : Opið hús

Fimmtudaginn 9. mars opnum við dyr skólans og bjóðum nemendum í 10. bekk í heimsókn. Boðið er upp á klukkutíma kynningu á námi skólans og félagslífi þess auk þess sem hin vinsæla Verslólest leiðir gesti um húsakynni skólans.

 

Hópurinn og Bláa lónið

23. jan. 2023 : Hópur frá Tékklandi í heimsókn

Vikuna 16.-20. janúar tóku 15 nemendur í 2-S á móti jafnstórum hópi frá Hello framhaldsskólanum í Ostrava í Tékklandi. Verkefnið er styrkt af EES menntasjóðnum og er tvíhliða samstarf skólanna tveggja. Viðfangsefni verkefnisins er notkun á stafrænum miðlum í fjölbreyttu samhengi og ber það yfirskriftina Digital technologies without borders

 

19. jan. 2023 : Breytingar á fjarvistarskráningum

Breytingar á fjarvistarskráningum taka gildi á þessari önn. Markmiðið er að færa allar skráningar í INNU.
Þegar tilkynnt er um fjarveru er hægt að velja veikindaskráningu eða leyfisskráningu.
Frádráttur fyrir fjarveru vegna veikinda eða leyfis verður 0,5 stig. Nánari upplýsingar um verklagið er að finna hér

Aðalinngangur (A) beint á móti Borgarleikhúsinu

13. jan. 2023 : Verzlunarskóli Íslands fær nýtt útlit

Nú standa yfir viðamiklar endurbætur á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands þar sem húsið verður endursteinað með gráum tónum og öllum gluggum skipt út. Þessar breytingar færa Verzlunarskólanum nýja ásýnd og meira flæði og tenging myndast við viðbyggingu skólans.

Um þessar mundir er verið að skipta um alla glugga sem getur þýtt örlítið rask og truflun í kennslustofum. Tekin er ein kennslustofa á dag og flyst sá bekkur í stofu 101 rétt á meðan gluggaskiptin fara fram. Til þessa hafa framkvæmdir gengið ljómandi vel og nemendur skilningsríkir og samstarfsfúsir.

Nemendainngangurinn fær yfirhalningu með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða ásamt notalegu útisvæði með bekkjum þar sem nemendur geta notið sólarinnar á góðviðrisdögum. Aðalinngangur skólans (A) (beint á móti Borgarleikhúsinu) fær einnig breytt og bætt útlit. Að lokum verður útilýsing einnig bætt til muna.

Bóksala

3. jan. 2023 : Bóksala

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í gegnum vefverslun, smellið hér til að komast á réttan stað:

21. des. 2022 : Endurtektarpróf - próftafla

Próftafla endurtektarprófa liggur nú fyrir. Prófin fara fram dagana 3. til 6. janúar.

Athugið að 3. janúar er ekki kennsludagur og verða próf lögð fyrir klukkan 14:00. Aðra daga verða prófin lögð fyrir eftir að skóla lýkur.

19. des. 2022 : Annarlok, endurtektarpróf og upphaf næstu annar.

Birting einkunna

Opnað verður á einkunnir nemenda í INNU þann 19. desember klukkan 20:00. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára sjá einnig einkunnir á INNU.

Prófsýning

Prófsýning fer fram þriðjudaginn 20. desember milli 8:30 og 10:00. Nemendur sem falla í áfanga eru sérstaklega hvattir til að mæta og skoða prófúrlausnir sínar því skrifstofa skólans lokar klukkan 15:00 þennan sama dag og verður lokaður fram yfir áramót.

Endurtektarpróf
Þeir nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í einstaka greinum eru sjálfkrafa skráðir í endurtektarpróf sem lögð verða fyrir 3. - 5. janúar. Próftafla endurtektarprófa mun birtast hér á heimasíðunni mjög fljótlega.

Við minnum á skólareglur varðandi námsframvindu en þar segir að nemandi hafi þrjú tækifæri til að ljúka áfanga, endurtektarpróf er tækifæri númer 2, hvort sem nemandinn nýtir endurtökuréttinn eða ekki. Þeir sem ekki ná að ljúka áfanga í endurtöku þurfa að skrá sig í fjarnám skólans í viðkomandi áfanga og taka hann samhliða dagskólanum á vorönn.

Upphaf næstu annar
Skólabyrjun er samkvæmt skóladagatali 4. janúar og hefst kennsla klukkan 8:30 samkvæmt stundatöflu. Stundatöflur fyrir hvern bekk verða aðgengilegar á INNU von bráðar.

Bóksala
Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í gegnum vefverslun skólans.

Jólafrí
Skólanum verður lokað þann 20. desember klukkan 15.00 vegna jólaleyfis og hann opnaður aftur þriðjudaginn 3. janúar klukkan 12:00.

Verzlunarskólinn óskar starfsfólki, nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Hluti af útskriftarhópnum

19. des. 2022 : Útskrift

Mánudaginn 19. desember voru átta nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands.

Berglind Jónsdóttir Stúdentspróf
Chrishle Derecho Magno Fagpróf í verslun og þjónustu
Dóra Gróa Þórðar Katrínardóttir Fagpróf í verslun og þjónustu
Eva Ósk Skaftadóttir Fagpróf í verslun og þjónustu
Guðbjörg Marta Guðjónsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu
Jódís Erna Erlendsdóttir Stúdentspróf
Kristján Stefánsson Stúdentspróf
Sigmar Arndal Eyþórsson Fagpróf í verslun og þjónustu

16. des. 2022 : Skemmtileg gjöf frá foreldrafélaginu

Nýverið færði foreldrafélagið skólanum þrjúspilaborð að gjöf. Borðin bjóða annars vegar upp á hið klassíska og skemmtilega spil lúdó og hins vegar skák en mikill skákáhugi hefur verið meðal nemenda undanfarin ár. Þetta er frábær afþreying fyrir nemendur í frímínútum og á eflaust eftir að veita mörgum ánægju.

Skólinn þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina. 

13. des. 2022 : Verzlunarskólinn í samstarfi við framhaldsskólann Hello

Verzlunarskóli Íslands hefur hafið samstarf við tékkneska framhaldsskólanum Hello og mun taka þátt í verkefninu Stafræn tækni án landamæra með áherslu á nemendaskipti og „starfskyggingu“ milli kennara. Fimmtán nemendur úr 2S taka þátt í verkefninu ásamt þremur kennurum.

Meginmarkmið verkefnisins er að miðla nýrri aðferðafræði við kennslu erlendra tungumála og félagsvísinda með notkun stafrænnar tækni. Skólarnir sem taka þátt í verkefnum líta á stafræna þekkingu nemenda og kennara sem forgangsverkefni og sjá því mikla möguleika í alþjóðlegu samstarfi. Verzlunarskóli Íslands er reyndari samstarfsaðilinn á sviði stafrænnar tækni og mun veita erlendum samstarfsaðila sínum stuðning og sérfræðiráðgjöf.

Tékkneski skólinn mun einnig leggja sitt af mörkum til samstarfsins með þekkingu og reynslu sem aflað er með beitingu stafrænnar tækni í kennslu. Lokaafurð verkefnisins verður handbók um kennsluhugmyndir, verkefni, kennarasmiðjur og nemendakynningar.

Síða 1 af 81