12. nóv. 2018 : Edrúpottur

Á ballinu í síðustu viku blésu um 60% ballgesta. Á fyrsta ári blésu 412 og á eldri árum 112 eða samtals 524. Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

 

Hjálmar Tumi Þorkelsson Diego 1-G, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Helga María Halldórsdóttir 1-S, tveir miðar á Listó leikritið
Gunnar Kristjánsson 1-U, miði á Vælið
Baldvin Bjarki Gunnarsson 1-H, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Snjólaug Þorsteinsdóttir 1-T, boðsmiði fyrir tvo á Búlluna
Áróra Hallsdóttir 1-R, 10 máltíðar í Matbúð
Vilberg Elí Dagbjartsson 1-H, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Aron Daði Ásbjörnsson 1-S, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ 

6. nóv. 2018 : Skólaráð

Við skólann starfar skólaráð. Hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12.júní 2008. Skipa skal í skólaráð við upphaf hvers skólaárs. 

Skólaráð Verzlunarskóla Íslands er skipað tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum kennara. Auk þeirra eiga sæti í skólaráðinu tveir skólastjórnendur sem boða til funda og stýra þeim. 

Fulltrúar kennara sem sitja í skólaráðinu eru kosnir á fyrsta almenna kennarafundi skólaársins. Stjórn NFVÍ tilnefndir tvo fulltrúa í ráðið. 

Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs. 

Skólaráð fundar einu sinni í mánuði. Fulltrúar nemenda í skólaráði eru Pétur Már Sigurðsson og Máni Þór Magnason. Fulltrúar kennara eru Aðalheiður Ásgrímsdóttir og Alda Jóna Nóadóttir. Fulltrúar stjórnenda eru Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell Diego.  

Hægt er að senda skólaráði erindi á netfangið skolarad@verslo.is 

Fundargerðir skólaráðs eru aðgengilegar á heimasíðu skólans.

28. okt. 2018 : Verzlunarskólanemendur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Í síðustu viku var tilkynnt hvaða nemendur hefðu komist í úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og voru nokkrir Verzlingar í þeim hópi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu margir 1. árs nemar komust áfram en 5 af 18 nemendum af neðra stigi koma úr Verzlunarskólanum.
Á þriðjudaginn fór fram afhending viðurkenninga til þeirra sem voru í efstu sætum keppninnar en þeir nemendur hafa nú þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í mars. Verzlunarskólinn átti 7 fulltrúa í þessum hópi en þeir eru

18. okt. 2018 : Haustfrí

Skólinn verður lokaður vegna haustfrís frá kl. 16:00 fimmtudaginn 18. október til kl. 08:00 þriðjudaginn 23. október.

Gleðilegt haustfrí!

17. okt. 2018 : Opna Norðurlandameistarmótið í skylmingum

Opna Norðurlandameistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram í Lund í Svíþjóð um helgina. Ísland átti 13 keppendur á mótinu og vann íslenska skylmingafólkið til ellefu verðlauna á mótinu. Keppendur voru yfir 100 frá 11 þjóðum og var þetta eitt fjölmennasta og sterkasta Opna Norðurlandameistaramótið frá upphafi.

Einn keppenda Íslands er Verzlingur. Andri Nikolaysson Mateev. Hann vann það afrek að verða Norðurlandameistari í flokki U20 og í liðakeppni karla.
Skólinn óskar Andra til hamingju!

10. okt. 2018 : Dómsmál tekið fyrir í lögfræðitíma

Í síðustu viku breyttist ein kennslustofa í dómssal þar sem fram fór tvöföld aðalmeðferð í héraðsdómsmálinu „Kristinn Styrkársson Proppé gegn Líf Veru Brands- og Sölkudóttur o.fl.“ Kristinn (betur þekktur sem Stinni stuð) krafðist þess að tiltekin ummæli í Verzlunarskólablaðinu yrðu dæmd dauð og ómerk og sér dæmdar miskabætur. Nemendur sömdu stefnu, greinargerð, málflutningsræður og aðiljaskýrslur, en dóms er að vænta í næstu viku. Þeim fórst verkið vel úr hendi og sumar málflutningsræðurnar hefðu verið fullburðugar fyrir raunverulegum héraðsdómi.

9. okt. 2018 : Námsmatstímar

Dagana 10. og 11. október næstkomandi verður skólastarf brotið upp með námsmatstímum.

 Með auknu símati hefur vægi verkefna á önninni aukist auk þess sem breyttir kennsluhættir hafa fært stór hlutapróf í einstaka greinum inn á miðja önnina. Tilgangurinn með þessu uppbroti er að leggja fyrir stór hlutapróf, gefa færi á að kalla nemendur í sjúkrapróf eða verkefnavinnu sem þeir hafa misst af á önninni. Einnig nýtast þessir tímar til vettvangsferða og í einstaka tilvikum fer fram kennsla ef bekkir hafa misst út marga tíma, t.d. vegna alþjóðaverkefna.

Þeir nemendur sem hafa lokið öllum sínum verkefnum á önninni og eru ekki kallaðir til sérstaklega af kennurum sínum eru hvattir til að nýta tímana til þess að sinna námi sínu með einum eða öðrum hætti.

 Kennt verður skv. stundaskrá til kl. 11:17 miðvikudaginn 10. okt en tímana eftir hádegi hafa deildir möguleika á að hafa sjúkrapróf eða kennslu, allt eftir þörfum. Kennarar í hverju fagi munu tilkynna nemendum hvaða fyrirkomulag verður í þeirra grein.

 Fimmtudaginn 11. október verður prófað:

·         fyrir hádegi í tölvum TÖLV2RT05 hjá 1. ári (nánari tímasetningar koma í INNU)

·         í náttúrfræði NÁTT1EJ05 hjá 2. ári (próf hefst kl.8:15) – Upplýsingar um í hvaða stofur nemendur eiga að mæta verður sendur út á miðvikudag.

Að öðru leyti hafa kennarar tök á að kalla einstaka nemendur í sjúkrapróf eða verkefnavinnu.

 Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá kl. 12:55 fimmtudaginn 11. október.

28. sep. 2018 : Franskir nemendur í heimsókn

Dagana 26. september – 3. október taka 18 nemendur á 2. ári með frönsku sem 3.mál á móti jafnöldrum sínum úr menntaskólanum Le Lycée Polyvalent Privé Demotz de la Salle frá borginni Rumilly í frönsku ölpunum. Er verið að endurgjalda heimsókn íslenskra ungmenna til Frakklands frá því  í byrjun september. Nemendurnir dvelja hjá íslenskum fjölskyldum og kynnast við það íslenskum háttum, siðum og venjum.  Auk þess að sitja í tímum mun hópurinn fara Gullna hringinn, heimsækja „Lava Centre“ á Hvolsvelli, fara um Reykjanesið, heimsækja Hellisheiðavirkjun og að lokum Þjóðminjasafnið.

26. sep. 2018 : Úttekt á 3. ára náminu - skýrsla

Á vorönn 2018 var gerð ítarleg úttekt á nýju 3. ára námi til stúdentsprófs. Úttektin var fjölþætt og innihélt samræmd próf, rýnihópa nemenda og kennara ásamt viðhorfskönnunum. Í kjölfarið var unnin skýrsla og er hún nú aðgengileg á vef skólans. Skólinn þakkar öllum þeim sem að úttektinni komu.

21. sep. 2018 : Landsráðstefna Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi

Verzlunarskóli Íslands hýsir fyrstu landsráðstefnu Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi dagana 21. og 22. sept. á jarðhæð skólans.
Evrópska ungmennaþingið eða European Youth Parliament eru samtök sem hafa það að markmiði að fræða ungmenni um málefni sem snerta Evrópubúa. Samtökin eru starfrækt í 40 löndum álfunnar og eru þau hugsuð fyrir aðildalönd Evrópuráðsins. Unnið er að því að hvetja til virkrar samfélagsþátttöku innan Evrópu og jafnframt að brúa bilið á milli mismunandi menningarheima og skapa umræðuvettvang þar sem ungt fólk fær tækifæri til að koma fjölbreyttum hugmyndum sínum á framfæri og ræða framkvæmd þeirra.
Nemendum, kennurum og öðrum eru velkomið að koma við til að kynna sér starfsemi þessara merkilegra samtaka. Alþjóðlegur andi ríkir í Versló þegar þátttakendur frá 15 evrópulöndum ræða alþjóðleg stjórnmál þessa daganna!
Þessi ráðstefna er fyrsti viðburður samtakanna sem er haldinn á Íslandi, og allir mjög velkomir að kynna sér starsemina okkar og taka þátt í þessu með okkur!

20. sep. 2018 : #egabaraeittlif

#egabaraeittlif er minningarsjóður fjölskyldu Einars Darra sem lést langt um aldur fram aðeins 18 ára, hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í maí sl. vegna lyfjaeitrunar. Minningasjóðurinn er í nafni Einars Darra og er ætlaður fyrir ungmenni í fíknivanda. Ákveðið hefur verið af forsvarsmönnum sjóðsins að byrja á því að einblína á forvarnir og varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum er hér og þá sérstaklega á meðal ungmenna, allt niður í grunnskóla. Algengt er að almenningur og sér í lagi ungmenni geri sér ekki grein fyrir því hversu skaðleg, ávanabindandi og lífshættuleg slík lyf eru og hversu algeng misnotkun á þeim er.

Síða 1 af 48