16. apr. 2018 : Erasmus+ Spánverjar í heimsókn

Dagana 5. – 11. apríl komu 23 spænskir nemendur skólans Corazón de María (CODEMA) frá Gijón, Spáni, í heimsókn, ásamt skólastjóra sínum og kennara. Heimsóknin er liður í samstarfsverkefni sem styrkt er af Erasmus+ til tveggja ára. Verkefnið ber yfirskriftina SMART: Sharing Methodologies, Attitudes, Responsibilities, & Thinking.

6. apr. 2018 : Próftafla vorprófa 2018

Próftafla vorprófa 2018 er komin á heimasíðuna.

6. apr. 2018 : Stúdentafagnaður

Nú er komið að því að boða til árlegs stúdentafagnaðar. Hvetjum við alla sem eiga stúdentsprófsafmæli í ár til að láta sjá sig miðvikudaginn 18. apríl 2018, í Gullhömrum Grafarholti kl. 19:30.

Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum verður stiginn dans fram á nótt.

Miðaverð er kr. 9.500 og greiðist inn á reikning 515-14-613742 kt. 690269-1399, fyrir 13. apríl 2018.

Nánari upplýsingar um hátíðina má fá á skrifstofu skólans í síma 5900600.

6. apr. 2018 : Vörumessa í Smáralind

Um helgina fer fram vörumessa fyrirtækjasmiðjunnar í Smáralind. 44 nemendafyrirtæki frá Verzló munu kynna vörur sínar á vörumessunni. Vörumessan er hluti af frumkvöðlaáfanga sem nemendur á viðskiptabraut og nýsköpunar- og listabraut taka á lokaári sínu. Við hvetjum alla til að koma við í Smáralindinni um helgina.

3. apr. 2018 : Truflanir á internettengingu

Internettengingin við Verzlunarskólann mun detta út af og til á tímabilinu frá 10:00 til 14:00 þriðjudaginn 3. apríl. Þetta snertir helst þau sem eru að vinna í Moodle en hefur engin áhrif á Innu, tölvupóstinn eða annað á Office 365.

23. mar. 2018 : Samræmt próf

Mánudaginn 9. apríl verður lagt sameiginlegt próf í íslensku og stærðfræði fyrir báða útskriftarárgangana. Um er að ræða próf sem byggt er á spurningabanka frá Menntamálastofnun og er á sambærilegu formi og A-próf háskólanna. Tilgangurinn er að bera saman þessa tvo árganga sem útskrifast saman en hafa farið með ólíkum hætti í gegnum skólann.

Prófið hefst klukkan 9:30 og er áætluð klukkustund fyrir hvorn hluta. 

23. mar. 2018 : Páskafrí

Skólinn verður lokaður í páskafríinu, frá 26. mars til og með 3. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. apríl.

15. mar. 2018 : Opið hús

Fimmtudaginn 15. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli kl. 17.00 - 18.30. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

15. mar. 2018 : Listahátíð útskriftarnema VÍ

Listahátíð útskriftarnema Verzlunarskóla Íslands stendur yfir dagana 14-15. mars frá 17-19 báða dagana. Þessi hátið og allt sem að henni kemur er partur af lokaverkefni 3.B. en þetta er fyrsti árgangurinn til að útskrifast af Nýsköpunar- og Listabraut. Hátíðin fékk nafnið LÚVÍ (Listahátið Útskriftarnema Verzlunarskóla Íslands). Nemendur áttuðu sig fljótt á því að þetta yrði gríðarlega krefjandi verkefni enda er í mörg horn að líta þegar kemur að skipulagningu slíkrar hátíðar. En markmiðið var alltaf að hafa gaman og eru nemendur virkilega þakklátir fyrir að hafa fengið þennan vettvang til að skapa og sýna listir sínar.

Verið velkomin.

20180314_125004

14. mar. 2018 : Góðir gestir í Versló

Í dag fengu nemendur 3. bekkjar góða gesti. Það voru leikstjóri kvikmyndarinnar, Svanurinn, Ása Helga Hjörleifsdóttir og annar aðalleikari hennar, Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Heimsókin var í tengslum við verkefni sem nemendur vinna í íslensku um myndina og söguna Svaninn sem myndin er byggð ár. Þau spjölluðu um myndina og útskýrðu vel hvernig saga verður að kvikmynd. Nemendur tóku vel á móti gestunum og voru duglegir að spyrja þau um efnið.

8. mar. 2018 : Lokað vegna árshátíðar

Föstudaginn 9. mars verður Verzlunarskólinn lokaður vegna árshátíðarferðar starfsfólks.

8. mar. 2018 : Gestir frá St. George's menntaskólanum

Þessa vikuna dvelja hér á landi 11 nemendur og tveir kennarar frá St. George‘s menntaskólanum á Rhode Island. Heimsóknin er liður í árlegum nemendaskiptum Verzlunarskólans og St. George‘s. Amerísku nemendurnir dvelja á heimilum þeirra nemenda sem sóttu St. George‘s heim á síðastliðnu hausti. Nemendurnir hafa notað vikuna vel, skoðað Reykjavík, farið í dagsferð á Gullfoss og Geysi, í Þjóðminjasafnið og fleira. Í kvöld er svo ferðinni heitið í Bláa lónið. Samskipti milli skólanna hafa staðið yfir í nokkur ár og verið ákaflega farsæl.

Síða 1 af 46