24.05.2025 Brautskráning 2025 Í dag var sannkölluð hátíðarstemning í Borgarleikhúsinu þegar Verzlunarskóli Íslands útskrifaði 332 nemendur með stúdentspróf á tveimur athöfnum. Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri ávarpaði gesti og nýstúdenta með hlýlegri og einlægri ræðu þar sem hún minnti á að útskrift marki tímamót – ekki aðeins í námi, heldur í lífi ungs fólks. „Eftir þriggja ára nám er komið að þeim tímamótum í lífi ykkar að útskrifast með stúdentspróf og kveðja skólann ykkar“ sagði GunnInga. „Þið eruð nú hluti af 120 ára sögu Verzlunarskólans og arfleið hans. Þið eruð fulltrúar nýrra tíma og það er ykkar að móta framtíðina.“ Hún minnti á að síðustu ár hefðu ekki aðeins snúist um bóklegt nám, heldur einnig þroska og að læra af reynslu. „Þið hafið þroskast frá því að vera óharðnaðir unglingar í að verða ungt fólk í heimi hinna fullorðnu. Þið hafið mótað ykkar eigin sýn á heiminn og mátað ykkur í ýmsum aðstæðum. Og það er einmitt það sem á að gera á þessum árum“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að framhaldsskólaárin séu eftirminnileg, krefjandi og lærdómsrík – þar sem líka megi gera mistök og læra af þeim. Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá hans segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins á annan hátt. Dúx skólans var Inga Júlíana Jónsdóttir í 3-U, með I. ágætiseinkunn; 9,67. Hlaut hún bókagjöf og námsstyrk. Semidúxinn var Vala Katrín Guðmundsdóttir í 3-S, með I. ágætiseinkunn; 9,65 og hlaut hún bókagjöf og námsstyrk. Nemendur með 9,3 og hærra fengu einnig bókagjafir og námsstyrk og voru það eftirfarandi nemendur: Nafn Einkunn Hrafn Ingi Jóhannsson 3-Y 9,56 Snorri Már Arnarsson 3-Y 9,55 Karen Lind Stefánsdóttir 3-R 9,5 Andri Snær Einarsson 3-X 9,46 Guðmundur Kristinn Davíðsson 3-T 9,37 Tómas Karl Magnússon 3-X 9,31 Hugo Þorri Þorsteinsson 3-S 9,31 Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestan námsárangur að loknu 1. og 2. ári og voru það eftirfarandi nemendur: Anna Barbara Tómasdóttir 1-U einkunn 9,65 Vilhjálmur Geir Geirsson 2-Y, einkunn 9,9 Skólinn óskar öllum brautskráðum nemendum skólans innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni. Myndir væntanlegar á næstu dögum.
Hún minnti á að síðustu ár hefðu ekki aðeins snúist um bóklegt nám, heldur einnig þroska og að læra af reynslu. „Þið hafið þroskast frá því að vera óharðnaðir unglingar í að verða ungt fólk í heimi hinna fullorðnu. Þið hafið mótað ykkar eigin sýn á heiminn og mátað ykkur í ýmsum aðstæðum. Og það er einmitt það sem á að gera á þessum árum“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að framhaldsskólaárin séu eftirminnileg, krefjandi og lærdómsrík – þar sem líka megi gera mistök og læra af þeim. Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá hans segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins á annan hátt. Dúx skólans var Inga Júlíana Jónsdóttir í 3-U, með I. ágætiseinkunn; 9,67. Hlaut hún bókagjöf og námsstyrk. Semidúxinn var Vala Katrín Guðmundsdóttir í 3-S, með I. ágætiseinkunn; 9,65 og hlaut hún bókagjöf og námsstyrk. Nemendur með 9,3 og hærra fengu einnig bókagjafir og námsstyrk og voru það eftirfarandi nemendur: Nafn Einkunn Hrafn Ingi Jóhannsson 3-Y 9,56 Snorri Már Arnarsson 3-Y 9,55 Karen Lind Stefánsdóttir 3-R 9,5 Andri Snær Einarsson 3-X 9,46 Guðmundur Kristinn Davíðsson 3-T 9,37 Tómas Karl Magnússon 3-X 9,31 Hugo Þorri Þorsteinsson 3-S 9,31