Flottur árangur í forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Niðurstöður úr forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna hafa nú borist og stóðu nemendur skólans sig afar vel á báðum stigum keppninnar.

Á efra stigi (2. og 3. árs nemendur) lentu sex nemendur skólans í hópi 25 efstu keppenda:

  • Elvar Magnússon – 4. sæti

  • Jóhannes Guðmundsson – 9. sæti

  • Erlingur Ólafsson – 11.–12. sæti

  • Tómas Emil Hallgrímsson – 13. sæti

  • Garðar Logi Björnsson – 23. sæti

  • Ólafur Haukur Sævarsson– 24. sæti

Á neðra stigi (1. árs nemendur) komust fjórir nemendur skólans í efstu 15 sætin:

  • Eysteinn Daði Hjaltason – 2. sæti

  • Guðmundur Ýmir Guðmundsson – 6. sæti

  • Jannika Jónsdóttir – 10. sæti

  • Óliver Jökull Runólfsson – 11. sæti

Elvar Magnússon hefur jafnframt verið valinn í lið Íslands í Eystrasaltskeppnina sem fram fer í Riga um miðjan nóvember.

Aðrar fréttir