Frumkvöðlafræðiverkefni verður að vöru á markaði

Nemendahópur í Verzlunarskóla Íslands á heiðurinn af nýjum próteinís, STYRKUR ÍS, sem kom á markað í vikunni. Hópurinn þróaði hugmyndina í áfanga í frumkvöðlafræði í fyrra og lét framleiða ísinn í samstarfi við Kjörís.

Verkefnið komst í úrslit í frumkvöðlakeppni og í kjölfar keppninnar hófust viðræður sem leiddu að lokum til þess að nemendahópurinn seldi Kjörís hugmyndina og vörumerkið. Einn úr hópnum, Sigurður Kári Harðarson fylgir vörunni áfram í fjöldaframleiðslu.

Verkefnið sýnir vel hvernig nemendur í Verzlunarskóla Íslands geta þróað hugmyndir sínar yfir í raunverulegar vörur á markaði og öðlast um leið mikilvæga reynslu af frumkvöðlastarfi.

Til hamingju Sigurður Kári, Daníel Örn Örvarsson, Erlingur Andersen, Tristan Smári Þóroddsson og Hafsteinn Hugi Hilmarsson.

Myndir fengnar af MBL.is 

Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri Kjörís og Sigurður Kári Harðarson frumkvöðull.

Aðrar fréttir