Heimsókn til Helsinki og þátttaka í Nordic Circle NordPlus verkefni

Nemendur og kennarar frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi tóku þátt í samstarfsverkefni þar sem þemað var sjálfbærni og nýsköpun. Í verkefnavikunni var boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra, meðal annars um áhrifaríkar kynningar á viðskiptahugmyndum og neyslumynstur í tengslum við sjálfbærni. Þar kynnti Linda Lisa Maria Turunen, dósent, rannsókn sína á neysluhegðun kaupenda notaðra lúxusvara og tengslum hennar við sjálfbæran lífsstíl.

Nemendur fengu einnig innsýn í frumkvöðlastarf þegar Ronja Roms, stofnandi og eigandi fjögurra fyrirtækja og þáttastjórnandi, deildi reynslu sinni. Í kjölfarið unnu hóparnir að þróun sjálfbærra hugmynda fyrir atvinnulífið og kynntu þær í lok vikunnar.

Auk náms var lögð áhersla á tengslamyndun með ratleik, keilu, heimsókn í trampólíngarð, og ekki síst ferð á íshokkíleik. Hópurinn stóð sig með einstakri prýði og var glæsilegur fulltrúi skólans.

Aðrar fréttir