12.02.2025 Klara Einarsdóttir tilnefnd sem Nýliði ársins Klara Einarsdóttir, nemandi í Verzlunarskóla Íslands, hefur verið tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2025. Klara vakti athygli fyrir sönghæfileika sína þegar hún sigraði söngkeppni skólans, Vælið, árið 2023 og hefur síðan þá verið að hasla sér völl í tónlistarheiminum. „Það var auðvitað risa stökkpallur fyrir mig að sigra Vælið í Verzló 2023 og mér finnst það hafa hjálpað mér mikið í þessu tónlistarævintýri,“ segir Klara, sem er afar þakklát og spennt fyrir tilnefningunni. Hlustendaverðlaunin fara fram 20. mars og við hvetjum alla til að styðja Klöru með því að taka þátt í kosningunni. Viltu taka þátt í kosningunni?: Hlustendaverðlaunin 2025 (kosningin er neðst á síðunni) Við óskum Klöru innilega til hamingju með tilnefninguna og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni!