09.12.2025 Mikilvægar upplýsingar til nemenda Haustönninni er lokið og prófatíminn hafinn. Hér má finna yfirlit yfir helstu atriði sem varða próf, námsmat og skipulag næstu daga. Tímasetningar lokaprófa Próftöflur dagskóla og fjarnáms eru aðgengilegar á heimasíðu skólans. Nemendur geta jafnframt séð próftöflu sína á INNU. Afgreiðslutími bókasafnsins í prófunum Skólinn og bókasafnið eru með lengda opnun á prófatímanum. Upplýsingar um afgreiðslutíma má finna á heimasíðunni. Sjúkrapróf – 17. desember Sjúkrapróf fara fram miðvikudaginn 17. desember. Ef nemandi er veikur í hefðbundnu prófi þarf að tilkynna veikindin samdægurs í gegnum INNU. Tilkynningin dugar og ekki þarf að skila inn læknisvottorði. Námsmat og stundatöflur vorannar Námsmat verður opnað á INNU fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00. Sama dag verða stundatöflur vorannar og bókalistar aðgengilegir fyrir nemendur. Prófsýning – 19. desember Prófsýning verður föstudaginn 19. desember kl. 8:30–9:45. Þá geta nemendur hitt kennara sína og fengið að sjá lokapróf og annað námsmat úr áföngum annarinnar. Prófsýning fjarnáms fer fram á sama tíma og rafræn próf verða opin á dugga.com. Nemendur sem þurfa að endurtaka áfanga eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka mynd af prófúrlausn sinni. Ef nemandi sem fellur á lokaprófi kemst ekki á prófsýninguna getur hann haft samband við kennara sinn fyrir prófsýningardag og beðið um að fá afrit af lokaprófi sent í tölvupósti. Endurtektarpróf í janúar Nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í einstaka greinum eru sjálfkrafa skráðir í endurtektarpróf í janúar.Samkvæmt skólareglum um námsframvindu hafa nemendur þrjú tækifæri til að ljúka áfanga. Endurtektarpróf í janúar telst sem annað tækifærið, óháð því hvort nemandi mætir í prófið eða ekki.Þeir sem ekki ljúka áfanga í endurtekt þurfa að skrá sig í viðkomandi áfanga í fjarnámi og taka hann samhliða dagskólanum á vorönn.Endurtektarpróf fara fram 5., 6. og 7. janúar og próftafla þeirra verður birt á heimasíðu skólans 19. desember. Kennsla á vorönn Kennsla hefst á vorönn þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá. Skil á heimastofum Nemendur eru beðnir um að tæma heimastofur sínar áður en farið er í jólafrí, þar sem nýjar heimastofur bíða bekkjanna í janúar. Gangi ykkur vel í lokaprófunum.