Nemendur Verzlunarskólans sýna verk á Samsýningu framhaldsskólanna

Samsýning framhaldsskólanna stendur nú yfir í Sögu, nýju húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, og lýkur 4. desember. Nemendur Verzlunarskóla Íslands taka þar virkan þátt ásamt nemendum úr öðrum framhaldsskólum víðs vegar af landinu.

Á sýningunni kynna nemendur fjölbreytt og skapandi verkefni sem spanna hönnun, handverk og nýsköpun.

Nemendur Verzlunarskólans sem sýna verk sín á sýningunni eru:
Sunna Dís Hallgrímsdóttir (3-E), Emilía Rós Oddsdóttir (3-B), Heiðbjört Guðmundsdóttir (3-B), Hildur Ýr Halldórsdóttir (3-J), Jónína Linnett (3-U) og Úlfhildur Tómasdóttir (3-B).

Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast hér, Facebooksíða Samsýning framhaldskólanna 

Aðrar fréttir