23.01.2026 Skapandi verkefni um grænþvott í markaðsfræði Þessa dagana eru nemendur á öðru ári í markaðsfræði að vinna skapandi og lifandi verkefni um grænþvott. Verkefnið er unnið í nokkrum bekkjum og fylgdist höfundur fréttarinnar með verkefnavinnu nemenda í 2-E. Bekknum var skipt í þrjá hópa og setti hver hópur upp leikþátt þar sem nemendur tóku að sér ólík hlutverk á borð við spjallþáttastjórnanda, starfsmann fyrirtækis sem selur vöruna, starfsmann Neytendastofu, neytanda, áhrifavald, fulltrúa neytendasamtaka, stjórnmálamann og sérfræðing í heilsu- eða umhverfismálum. Hóparnir fengu frjálst val á vöru sem tekin var til umfjöllunar og urðu Collab, Monster og sykurlaust Nanö glazed cinnamon roll prótein stykki fyrir valinu. Í leikþáttunum sköpuðust líflegar umræður þar sem fullyrðingar fyrirtækja voru teknar til fyrir, neytendur spurðu krefjandi spurninga og sérfræðingar og eftirlitsaðilar komu með sín sjónarmið. Verkefnið var bæði fræðandi og skemmtilegt og gaf nemendum góða innsýn í hvernig markaðssetning getur mótað viðhorf og ákvarðanir neytenda.