16.06.2025 Viltu taka þátt í ræðunámskeiði í Danmörku? Danski ræðuskólinn Røst býður fólki á aldrinum 18–30 ára að taka þátt í spennandi verkefni á hinum vinsæla menningarviðburði Kulturmødet Mors, sem fer fram dagana 22.–24. ágúst 2025 á eyjunni Mors í Danmörku. Þátttakendur fá tækifæri til að læra af reyndum ræðumönnum, æfa sig í að halda ræðu fyrir framan áhorfendur og taka þátt í líflegum samræðum við gesti viðburðarins. Þátttaka er ókeypis. Ferð, gisting og fæði eru innifalin. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2025. Frekari upplýsingar og umsóknarform má finna hér.