Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur settur af formanni kl. 17:05 og fundi slitið kl. 19:00.
Staðsetning fundar: Mathús Garðabæjar.
Fundaritari: Nanna Ósk Jónsdóttir. Viðstaddir: Þórunn Sigþórsdóttir (formaður), Nanna Ósk Jónsdóttir (ritari), Jóhanna Helgadóttir (gjaldkeri), Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Elín Gréta Stefánsdóttir, Hulda Írisar Skúladóttir, Halldór Hildimundarson, Sólveig Kr. Bergmann og Áslaug Thelma Einarsdóttir. Boðuð forföll: Sigríður Linda Vigfúsdóttir, Sindri Sindrason og Jóhanna Vilhjálmsd
Ákveðið að hafa seinni foreldrakvöld vetrarins, 25.mars, með öðrum hætti en hingað og fá skólastjórann og nemendur til liðs við sig. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri mun sitja fyrir svörum hjá Jóhönnu Vilhjálmsdóttur fjölmiðlakonu. Foreldrum verður boðið upp á að senda inn spurningar fyrirfram sem yrðu ræddar. Rætt um að virkja hæfileikaríka nemendur í 1.,2. og 3. bekk til að koma fram í stað þess að borga utanaðkomandi skemmtikröftum, með það í huga að við styrkjum þau í staðinn á Gullinu, Peysó og Gala. Í lokin væri boðið upp á kaffi og góðgæti og hefði fólk góðan tíma til að spjalla saman í lok kvölds.
Áhugi er fyrir að setja á klúbbakvöld fyrir nemendur sem væru mótvægi við bjórkvöld t.d. kvikmyndakvöld, söngvakvöld, dans- og leiklistarkvöld og bingó. Vilyrði er frá skólastjóra sem býður fram húsnæðið og starfsmann í gæslu. Hugmyndin er að myndað sé teymi nemenda sem ber ábyrgð á klúbbkvöldunum. Allir geti sótt um að vera með í teyminu og sótt klúbbakvöldin á t.d. miðvikudags/fimmtudagskvöldum.
Rætt var um hvort gefa ætti gjöf í tilefni 120 ára afmæli skólans en niðurstaðan var að foreldrafélagið einbeitti sér að stuðningi við nemendur skólans.