Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur í skólaráði, haldinn á skrifstofu skólastjóra klukkan 12.30.
Þorkell H. Diego, Unnur S. Eysteinsdóttir, Rut Tómasdóttir, Aron Atli Gunnarsson, Valgerður Eyja Eyþórsdóttir og Guðrún Inga Sívertsen sem ritar fundargerð.
Engin formlega erindi bárust skólaráði á milli funda
Breytingar á fjarvistarskráningum nemenda: Skólastjóri fór yfir breytingar í fjarvistarskráningum sem tóku gildi um áramót. Markmið breytinganna er að ná öllum skráningum í gegnum INNU. Einnig er sú breyting að nú geta nemendur sótt um leyfi vegna einkaerinda sem áður var ekki hægt. Nánari upplýsingar má sjá í fylgigögnum.
spurningar um félagslíf: Rætt var um niðurstöður á þeim spurningum í kennslukönnun sem fjölluðu um félagslíf nemenda. Eftirfarandi texti fer inn í sjálfsmatsskýrslu skólans. Gröfin sýna niðurstöðurnar en þau fara ekki inn í skýrsluna.
Ákveðið var að setja inn tvær spurningar varðandi félagslífið og virðist rúmum 30% finnast félagslífið ekki vera fyrir alla nemendur skólans sem ekki er gott. Enn fleirum finnst ekki að allir nemendur skólans hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í nefndum eða skipulagi félagslífsins eða yfir 50% í öllum þremur árgöngum. Er þetta umhugsunarefni og tækifæri til umbóta hér með hjálp stjórn nemendafélagsins.