Stefna í móttöku nemenda með erlendan bakgrunn

Verzlunarskóli Íslands leitast við að hlúa vel að nemendum sem hafa annað heimamál en íslensku og þeirra sem búið hafa lengi erlendis. Er það gert samkvæmt reglugerð um rétt nemenda í framhaldsskólum til kennslu í íslensku nr. 654/2009 og lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.

Markmið skólans er að:

  • Efla færni nemanda með erlendan bakgrunn í íslensku þannig að þeir standi því sem næst jafnfætis samnemendum sínum í málnotkun að loknu framhaldsskólanámi.
  • Þeir samlagist bekknum sínum verði virkir þátttakendur i nemendasamfélaginu.
  • Viðurkenna kunnáttu í heimamáli t.d. í stað norræns máls.
  • Með tilliti til ofangreinds er skólinn með móttökuáætlun fyrir nemendur með annað heimamál en íslensku og nemendur sem búið hafa lengi erlendis.