Fréttir og tilkynningar

Foreldraviðtöl - 22.1.2015

Fimmtudaginn 29. janúar n.k. verður foreldrum og forráðamönnum 3. og 4. bekkinga boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Áætlað er að hvert viðtal taki ekki lengri tíma en 10 mín. og verður foreldrum boðið að koma á milli 12:50 og 18:00.

Foreldrar/forráðamenn nemenda senda póst á umsjónarkennnara til þess að finna hentugan viðtalstíma. Upplýsingar um netföng og heimastofur má finna með því að smella á lesa meira.

Lesa meira

Bersamótið - handboltamót framhaldsskólanna - 22.1.2015

Bersamótið – handboltamót framhaldsskólanna, var haldið laugardaginn 17. janúar í íþróttahúsinu við Strandgötu. Nemendafélag Flensborgarskólans í Hafnarfirði stóð fyrir viðburðinum. Verzlingar mættu ákveðnir

Lesa meira

Evrópusamstarfsverkefnið Erasmus+: Young Voices in the European Democracies - 21.1.2015

Dagana 12.-17. janúar var haldinn fyrsti vinnufundur af níu, á vegum Evrópusamstarfsverkefnisins Erasmus+ undir yfirskriftinni Young Voices in the European Democracies. Fundurinn fór fram í Verzlunarskóla Íslands en þátttökulönd verkefnisins eru Ísland, Tyrkland, Grikkland, Ítalía, Frakkland, Spánn, Rúmenía, Búlgaría og Þýskaland.

Lesa meira

Fleiri fréttir

Nemendaheimsókn til Genf - 19.1.2015

Nemendur eðlisfræðibekkja fóru nýlega í vísindaferð til CERN í Genf þar sem róteindahraðallinn LHC var skoðaður í návígi og hinn risavaxni CMS-öreindanemi, sem er á 100 metra dýpi, var heimsóttur.

Endurtektarpróf - próftafla - 29.12.2014

Á próftöflu og í Vefriti var auglýst að endurtektarpróf fyrir dagskóla yrðu lögð fyrir dagana 7. til 9. janúar. Við gerð próftöflunnar urðu það margir árekstrar að ákveðið var að fjölga dögunum og bæta þriðjudeginum 6. janúar við. Ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega í endurtektarpróf.
Próftöfluna er hægt að kynna sér með því að smella á lesa meira.

Jólaleyfi og ný önn - 20.12.2014

Skólanum verður lokað 19. desember klukkan 16.00 og hann opnaður aftur mánudaginn 5. janúar klukkan 8.00. Skrifstofan verður opin frá klukkan 10.00 vegna fundahalda. Fyrsta skóladag, mánudaginn 5. janúar, mæta nemendur í sínar heimastofur klukkan 10.15. Útbúin verður sérstök stundaskrá fyrir daginn þar sem allir nemendur hitta kennara sína og farið verður yfir skipulag náms á önninni og markmið hvers áfanga.

Útskrift 19. desember - 19.12.2014

Föstudaginn 19. desember voru fjórir nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þær Elínborg Anna Erludóttir, Guðbjörg Lára Másdóttir, Olga Lára Jónsdóttir og Þórunn Eyvindsdóttir.

Eldri fréttir


Skóladagatal

janúar 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23
föstudagur
24
25 26 27 28
miðvikudagur
29
fimmtudagur
30 31

Innskráning Vefpóstur


Innskráning Moodle


Innskráning Foreldrar


Bókasafnið.

bokasafn

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans