Fréttir og tilkynningar

Happdrætti Góðgerðarráðs VÍ - 16.4.2015

Góðgerðaráð VÍ hefur hafið sölu á happdrættismiðum en allur ágóði af sölu miðanna rennur til ABC barnahjálpar. Miðinn kostar 1000 kr. og eru veglegir vinningar í boði. Má þar helst nefna, flug fyrir 2 til Alicante með Heimsferðum, 20.000 kr. gjafabréf frá Lindex, gisting fyrir 2 á Hótel Vestmannaeyjum og gisting fyrir 2 á lonic Luxus Hótel. Lesa meira.

Nemendaheimsókn til Tolmin í Slóveníu - 15.4.2015

16 nemendur Verzlunarskólans ásamt tveimur kennurum eru nýkomnir heim eftir vikudvöl í Tolmin í Slóveníu í tengslum við nemendaskiptaverkefni milli Verzlunarskólans og Gimnazija Tolmin.

Lesa meira

Skólakynning 17. apríl kl. 13 - 27.3.2015

Föstudaginn 17. apríl kl. 13 býður Verzlunarskólinn áhugasömum 10. bekkingum sem misstu af opna húsinu að koma og skoða skólann. Áhugasamir vinsamlegast sendið staðfestingarpóst á kristinh@verslo.is


Fleiri fréttir

Stúdentspróf á þremur árum - 26.3.2015

verslo

Viðskiptaráð Íslands, sem hefur verið bakhjarl Verzlunarskólans áratugum saman, hefur lengi talað fyrir því að námstími til stúdentsprófs verði styttur um eitt ár. Með nýjum lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 sköpuðust undirstöður sem nauðsynlegar eru til þess að leggja í slíka vegferð. Skólanefnd skólans og stjórnendur fengu það hlutverk að leggja mat á hvort ekki væri grundvöllur fyrir Verzlunarskólann að stytta námstímann til stúdentsprófs.

Ný vefsíða - www.verzlo.com - 26.3.2015

Við kynnum með stolti nýja vefsíðu sem komin er í loftið en hún er hönnuð með það í huga að útskýra þriggja ára námið í Verzló. Á síðunni má finna myndbönd sem kynna þessar breytingar auk nákvæmra útskýringa á hverri námsbraut fyrir sig. Framleiðslufyrirtækið IRIS sá um gerð síðunnar og þökkum við þeim kærlega fyrir vel unna síðu. Lesa meira.

Frakkar í heimsókn - 26.3.2015

Vikuna 20. – 27.mars eru 25 nemendur frá menntaskólanum Lycée Chateaubriand í Rennes Frakklandi í heimsókn.  Þeir eru gestir nemenda í Verzló sem valið hafa frönsku sem þriðja mál. Með í för eru þrír kennarar sem allir kenna námsgreinar sínar að hluta til á ensku.

Lesa meira.

Nemendaheimsókn til Haderslev - 26.3.2015

Hópur nemenda úr 4. bekk, ásamt tveimur kennurum, lagði land undir fót í síðustu viku. Flogið var til Kaupmannahafnar og síðan ekið með rútu til Haderslev á Suður Jótlandi. Þar heimsótti hópurinn Haderslevs Katedralskole sem er almennur danskur menntaskóli. Nemendur gistu hjá dönskum nemendum, ferðuðust og unnu verkefni saman. Lesa meira.

Eldri fréttir


Skóladagatal

apríl 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
      1
miðvikudagur
2
fimmtudagur
3 4
laugardagur
5
sunnudagur
6
mánudagur
7
þriðjudagur
8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23
fimmtudagur
24 25
26 27
mánudagur
28
þriðjudagur
29 30    

Innskráning Vefpóstur


Innskráning Moodle


Innskráning Foreldrar


Bókasafnið.

bokasafn

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans