Fréttir og tilkynningar

Frakklandsferð - 15.9.2014

Dagana 15. – 24. september fara 17 nemendur úr 5. bekk til Rumilly, sem er lítill bær í frönsku Ölpunum.  Með þessari heimsókn eru þau að endurgjalda heimsókn nemenda frá Lycée Polyvalent Privé Demotz de la Salle sem komu hingað til lands í byrjun mars.   Lesa meira

Foreldraráð VÍ  - 9.9.2014

Aðal- og fræðslufundur Foreldraráðs VÍ verður haldinn 9. september kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands.

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf.

Líðan nemenda í framhaldsskólum: Margrét Lilja Guðmundsdóttir, frá Rannsóknum & greiningu segir frá niðurstöðum stórrar rannsóknar.

Nemendafélagið: Sigrún Dís, forseti NFVÍ kynnir verkefni og störf nemendafélagsins.

Allir foreldrar eru hvattir til að mæta, boðið verður upp á kaffiveitingar.

Lesa meira

Danir í heimsókn - 5.9.2014

Vikuna 31. ágúst - 6. september komu 28 danskir nemendur og 2 kennarar frá menntaskólanum Rysenstenn í Danmörku. Heimsókn þeirra er liður í Nordplus verkefni sem Verzlunarskólinn og Rysensteen gymnasium eru þátttakendur í. 

Lesa meira

Fleiri fréttir

Skráning í fjarnám - 5.9.2014

Fjarnám er kjörinn valkostur fyrir þá sem eiga eftir að ljúka námi eða vilja bæta sig þekkingu í einhverri námsgrein. Skráning á haustönn 2014 fer fram á heimasíðunni. Hægt er að skrá sig allan september.

Kennsla hefst 9. september, en þá verða aðgangsorð að kennslukerfinu send til nemenda.

Vel heppnaður foreldrafundur - 3.9.2014

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema við Verzlunarskólann var haldinn þriðjudagskvöldið 2. september og var mæting mjög góð. 

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema - 1.9.2014

Foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 2. september nk. kl. 20:00.  Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem skólastjóri fer í stuttu máli yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Á fundinum fá foreldrar og forráðamenn lykilorð að foreldraðgangi í upplýsingakerfi skólans.

Útskrift 29. ágúst - 29.8.2014

Föstudaginn 29. ágúst voru 2 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands.

Eldri fréttir


Skóladagatal

september 2014

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning Vefpóstur


Innskráning Fjarnám

Innskráning Foreldrar


Bókasafnið.

bokasafn

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans