Fréttir og tilkynningar

Skráning á líkamsmyndarnámskeið - 6.10.2015

Í vetur verða boðin ókeypis líkamsmyndarnámskeið fyrir stelpur 18 ára og eldri í nær öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið kallast Body Project og er stutt og skemmtilegt námskeið sem hefur verið mikið rannsakað og reynst hjálpa stelpum að öðlast jákvæðari líkamsmynd og líða betur með sjálfar sig. Lesa meira

Velheppnað foreldrakvöld - 2.10.2015

Metaðsókn var á foreldrakvöld Foreldráðs VÍ síðastliðinn þriðjudag en um 200 manns mættu enda dagskráin ekki af verri endanum. Fulltrúar NFVÍ fluttu góða kynningu á stórbrotnu félagslífi vetrarins í máli og myndum og Páll Ólafsson félagsráðgjafi, flutti áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur um jákvæð samskipti foreldra og unglinga. Lesa meira.

Verið velkomin á foreldrakvöld í Verzló - Bláa sal - 22.9.2015


Þriðjudaginn 29. sept. Kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum og forráðamönnum nemenda í Verzló á foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá sem er eftirfarandi: Lesa meira


Fleiri fréttir

Fyrirlestur um málefni flóttafólks - 14.9.2015

Miðvikudaginn 16.september verður hraðatafla fyrir hádegi og verður haldinn fyrirlestur um málefni flóttafólks kl 11. Fyrirlesarar eru Gísli Einarsson, fréttamaður og Sigríður Víðis Jónsdóttir upplýsingafulltrúi UNICEF. Lesa meira.

Vinningshafar í edrúpottinum - 13.9.2015

Nemendaþjónustan hefur dregið vinninga úr edrúpottinum. Við getum verið stolt af þessu fyrsta balli vetrarins en alls blésu 727 af 1700 ballgestum eða 42.7% sem verður að teljast góður árangur. Vinningar eru hjá námsráðgjöfum. Lesa meira.

Danskir nemendur í heimsókn - 9.9.2015

Dagana 6.-12. september verða 27 danskir nemendur og 2 kennarar frá Rysensteen menntaskólanum í heimsókn. Þetta er þriðja árið í röð sem skólarnir vinna saman að verkefnum sem lúta að nýtingu á hreinni orku og líftæknirannsóknum. Samstarfið hefur verið afar farsælt og er það von okkar að dönsku gestirnir og íslensku gestgjafarnir eigi góða viku saman. Lesa meira.

Jöfnunarstyrkur - 8.9.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2015-2016. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2015 er til 15. október næstkomandi.

Eldri fréttir


Skóladagatal

október 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning Moodle