Fréttir og tilkynningar

Vefpóstur - 16.6.2015

Verið er að flytja öll pósthólf yfir á skýið hjá Microsoft. Ef vefpósturinn hér til hliðar virkar ekki þá er best að smella á tengilinn https://outlook.com/verslo.is og setja inn netfang í stað notendanafns (notandi@verslo.is). Einnig er hægt að senda póst á thordur@verslo.is. Ef pósturinn í símann virkar ekki þá er einfaldast að eyða stillingunum út og setja inn aftur. Nægir þá að tilgreina netfang, notendanafn og lykilorð. Ekki þarf að tilgreina póstþjón.

Við lok innritunar - 16.6.2015

Nú er innritun í framhaldsskóla lokið og vonandi fara sem flestir sáttir út í sumarið. Aðsókn að Verzlunarskólanum var mjög mikil í ár og sóttu 555 um skólann sem val 1 og 140 val 2. Af þeim sem völdu skólann sem val 1 voru 322 með einkunn 9,0 eða hærra. Meðaleinkunn umsækjenda var 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem voru teknir inn var 9,4. Af þeim nemendum sem var hafnað voru rúmlega 60 með einkunn 9,0 og hærra.

Vélritun og undirbúningsnámskeið í stærðfræði - 16.6.2015

Nemendum sem skráðir eru á 1. námsár 2015-2016 gefst kostur á undirbúningsnámskeiði í stærðfræði. Einnig býðst þeimað ljúka vélritunaráfanganum VÉLR1FI02 í fjarnámi í sumar.


Fleiri fréttir

Fjarnám á sumarönn - 12.6.2015

Frestur til að skrá sig í fjarnám hefur verið framlengdur til miðnættis 29. júní.

Próftafla endurtektarprófa - 29.5.2015

Próftöfluna fyrir endurtektarpróf vorannar er hægt að nálgast undir flokkunum "Nemendur" og "Skólinn" hér til hægri og einnig hér.

Brautskráning stúdenta 2015 - 25.5.2015

JLong_230509_137Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 23. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 295 nýstúdentar, 287 úr dagskóla og 8 úr fjarnámi. Fjölmennasti hópurinn kom af náttúrufræðibraut, eða 145, 115 af viðskiptabraut, 35 af félagsfræðabraut. Í útskriftarhópnum voru 164 stúlkur og 131 piltur.

Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af aldarafmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h.

Dúx skólans var Einar Gunnlaugsson með I. ágætiseinkunn, 9.3. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 500.000 kr

Um námsframvindu - 22.5.2015

Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi:

Nemendur sem falla á vorönn (maí) verða að endurtaka áfangann og verða próf haldin í júní. (Nemendur geta ráðið því hvort þeir taka júníprófin eða ekki. Hins vegar er hér um "tækifæri" númer 2 hjá nemendum að ræða hvort sem þeir taka prófið eða ekki). Þeir sem falla aftur geta þá tekið áfangann í þriðja sinn í fjarnámi VÍ og verða próf haldin í ágúst.

Athugið að nemendur sem...

Eldri fréttir


Skóladagatal

ágúst 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning Moodle


Innskráning Foreldrar