Fréttir og tilkynningar

Brautskráning stúdenta 2015 - 25.5.2015

JLong_230509_137Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 23. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 295 nýstúdentar, 287 úr dagskóla og 8 úr fjarnámi. Fjölmennasti hópurinn kom af náttúrufræðibraut, eða 145, 115 af viðskiptabraut, 35 af félagsfræðabraut. Í útskriftarhópnum voru 164 stúlkur og 131 piltur.

Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af aldarafmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h.

Dúx skólans var Einar Gunnlaugsson með I. ágætiseinkunn, 9.3. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 500.000 kr

Um námsframvindu - 22.5.2015

Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi:

Nemendur sem falla á vorönn (maí) verða að endurtaka áfangann og verða próf haldin í júní. (Nemendur geta ráðið því hvort þeir taka júníprófin eða ekki. Hins vegar er hér um "tækifæri" númer 2 hjá nemendum að ræða hvort sem þeir taka prófið eða ekki). Þeir sem falla aftur geta þá tekið áfangann í þriðja sinn í fjarnámi VÍ og verða próf haldin í ágúst.

Athugið að nemendur sem...

Vinningshafar í edrúpottinum - 19.5.2015

Lokaball nemenda var haldið þann 15. maí síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum.

Fleiri fréttir

Afhending verslunarprófsskírteina og prófsýning - 19.5.2015

Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 20. maí klukkan 10:00 í
Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og eru nemendur því beðnir um að mæta
snyrtilegir til fara.
Einkunnir birtast í upplýsingakerfinu 19. maí klukkan 19:00.

Prófsýning fyrir alla bekki verður milli kl.12:15 og 13:30 miðvikudaginn 20.
maí.

Nemendur í frumkvöðlafræði gáfu hálfa milljón - 18.5.2015

Nemendurnir, Andrea Björns­dótt­ir, Arn­ór Rafn Gísla­son, Goði Már Daðason, Gunn­ar Bjarki Björns­son, Helga Sig­ríður Magnús­dótt­ir og Hjalti Stein­ar Sig­ur­björns­son stofnuðu fyrirtækið Mystma í frumkvöðlafræði í vor. Þau hönnuðu nælur til styrktar Krabbameinsfélaginu og skilaði verkefnið tæpri hálfri milljón eða 470.000 kr.
Hér má sjá frétt sem birtist á Mbl.is um fyrirtækið:

Frum­kvöðlar gáfu hálfa millj­ón

Lokaball í Hörpunni föstudaginn 15. maí. - 13.5.2015

Hleypt er inn í húsið frá klukkan 22:00 og því lokað klukkan 24:00 (á miðnætti) og eru nemendur beðnir um að virða þessi tímamörk. Ballið sjálft stendur til klukkan 01:00.

 

3. bekkur mætir milli klukkan 22:00 – 22:20.

4. bekkur mætir milli klukkan 22:20 – 22:40.

5. bekkur mætir milli klukkan 22:40 – 23:00.

6. bekkur mætir milli klukkan 23:00 – 23:20.

 

Öll meðferð áfengis og tóbaks, þar með talið munntóbaks, er stranglega bönnuð.

Veglegur edrúpottur að vanda.

Opnunartími bókasafnsins í prófum - 30.4.2015

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 29. apríl til og með 14. maí eftirfarandi:

mánud.-fimmtud. 8:00-22:00
föstudag: 8:00-18:00
laugardaga: 10:00-19:00
sunnudaga: 10:00-22:00

ATH: 1. maí er opið 10:00-18:00
14. maí (uppstigningardag) er opið 10:00-22:00

Eldri fréttir


Skóladagatal

maí 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14
fimmtudagur
15 16
17 18 19 20 21 22 23
laugardagur
24
sunnudagur
25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning Vefpóstur


Innskráning Moodle


Innskráning Foreldrar


Bókasafnið.

bokasafn

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans