Fréttir og tilkynningar

Útskrift 29. ágúst - 29.8.2014

Föstudaginn 29. ágúst voru 2 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands.

Lesa meira

Skráning í fjarnám - 29.8.2014

Fjarnám er kjörinn valkostur fyrir þá sem eiga eftir að ljúka námi eða vilja bæta sig þekkingu í einhverri námsgrein. Skráning á haustönn 2014 fer fram á heimasíðunni. Hægt er að skrá sig til og með1. september.

Kennsla hefst 9. september, en þá verða aðgangsorð að kennslukerfinu send til nemenda.

Lesa meira

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema - 22.8.2014

Foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 2. september nk. kl. 20:00.  Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem skólastjóri fer í stuttu máli yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Á fundinum fá foreldrar og forráðamenn lykilorð að foreldraðgangi í upplýsingakerfi skólans. Lesa meira

Fleiri fréttir

Fyrsti skóladagur nýnema - 20.8.2014

Fyrsti skóladagur nýnema, þann 21. ágúst nk., verður að hluta til með óhefðbundnu sniði.  Þennan dag munu forvarnar- og félagslífsfulltrúar, námsráðgjafar, stjórn nemendafélagsins, skólastjórnendur og fleiri ganga í heimastofu bekkjanna og veita ýmsar upplýsingar um starfsemi skólans.

Skólinn settur - 20.8.2014

Verzlunarskóli Íslands var settur í dag, miðvikudaginn 20. ágúst í 110. skipti. Samtals eru 1245 nemendur skráðir í dagskóla á þessari önn og því var margt um manninn í Bláa sal og á Marmaranum þegar Ingi Ólafsson setti skólann.

Skólasetning 20. ágúst 2014 - 13.8.2014

versloVerzlunarskóli Íslands verður settur miðvikudaginn 20. ágúst klukkan 10:00. Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega. Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist.
Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Nemendur“ en einnig er flýtivísun hér.
Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í fundarherbergi á 3. hæð miðvikudaginn 20. ágúst kl. 11 - 15 og fimmtudaginn 21. ágúst kl. 8:30 – 13.

Moodle - 9.8.2014

Þeim sem gengur erfiðlega að skrá sig inn á Moodle er bent á að fara beint á moodle.verslo.is þ.e. skrifa moodle.verslo.is í reitinn fyrir slóð/url í vafranum og velja síðan Innskrá efst í hægra horninu.

Eldri fréttir


Skóladagatal

ágúst 2014

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning Vefpóstur


Innskráning Fjarnám

Innskráning Foreldrar


Bókasafnið.

bokasafn

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans