Fréttir og tilkynningar

Vinningshafar í edrúpottinum - 10.2.2016

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:


Karen Lárusdóttir 1-A 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ

Jónína Melsteð Margrétardóttir 1-B 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ

Sólveig María Sölvadóttir 1-B 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ

Steinar Guðlaugsson 1-F 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ

Aron Ás Kjartansson 1-R – 10 máltíðakort í Matbúð

Sveinn Ísak Kristinsson 1-R 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ

Svanhildur S Þorsteinsdóttir 1-S 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ Lesa meira

Nemendamót VÍ - 2.2.2016

Fyrsti fimmtudagur febrúarmánaðar er ævinlega stór dagur í lífi Verzlinga en þann dag fer árlegt Nemendamót VÍ fram. Nemendamótsdagurinn er órjúfanlegur hluti skólans og hefðin sem honum fylgir mikil. Þessi dagur er hápunktur félagslífsins og eðlilega miklar væntingar sem honum fylgja
Ballið verður haldið í Vodafonehöllinni og stendur til klukkan 02:00. Lesa meira.

Gleðidagur VÍ - 2.2.2016

Miðvikudaginn 3. febrúar er Gleðidagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Lesa meira.


Fleiri fréttir

Jöfnunarstyrkur  - 28.1.2016

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? 
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is  Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2016 er til 15. febrúar næstkomandi. 

Foreldraviðtöl - 22.1.2016

Fimmtudaginn 28. janúar nk. verður foreldrum og forráðamönnum 1. ársnema og 4. bekkinga boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Foreldrar nemenda í 4. bekk munu hitta umsjónarkennara síðustu annar. 

Áætlað er að hvert viðtal taki ekki lengri tíma en 10 mín. og verður foreldrum boðið að koma á milli 12:50 og 18:00. 

Foreldrar/forráðamenn nemenda senda póst á umsjónarkennnara til þess að finna hentugan viðtalstíma.

Lesa meira

Vefpóstur - 21.1.2016

Flýtivísuninni „Vefpóstur“ á verslo.is hefur verið eytt. Vefpósturinn er hluti af Office 365 og því nægir að hafa flýtivísunina „Office 365“.  Velja þarf „Mail“ í valmöguleikunum sem birtast.

 

Vefslóðirnar portal.office.com, outlook.office365.com og login.microsoftonline.com skila líka allar notandanum í Office 365.

Blóðbankabíllinn við Verzló fimmtudaginn 14. janúar  - 11.1.2016

Blóðbankabíllinn verður við Verzló fimmtudaginn 14. janúar frá kl.09:30-14:00.Tilgangurinn er að safna blóðgjöfum enda er mikilvægt að Blóðbankinn eigi ríkulegar innistæður á öllum tímum því slysin gera ekki boð á undan sér. Almennt eru framhaldsskólanemendur einhverra hluta vegna tregir til þess að gefa blóð en það á víst ekki við um nemendur Verzló. Lesa meira.

Eldri fréttir


Skóladagatal

febrúar 2016

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29          

Innskráning Moodle