Mat á skólastarfi

Sjálfsmatsskýrslur eru unnar af gæðateymi skólans. Gæðateymi Verzlunarskólans samanstendur af sjö starfsmönnum skólans. Skulu allar stoðir skólastarfsins hafa sinn fulltrúa þar og ber verkefnastjóri gæðamála höfuðábyrgð á starfi teymisins.

Skólaárið 2023-2024 sitja eftirtaldir í gæðateymi:
  • Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri.
  • Halldóra Ósk Hallgrímsdóttir, kennari.
  • Ingibjörg S. Helgadóttir, verkefnastjóri gæðamála.
  • Magnea Ragna Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri.
  • Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri.
  • Vala Guðný Guðnadóttir, kennari.
  • Þorkell Diego, aðstoðarskólastjóri.
Meginverkefni gæðateymis eru að:
  • Hafa eftirlit með að markmiðum og verkáætlun skólans sé framfylgt.
  • Sjá til þess að innri úttektir séu framkvæmdar og niðurstöður þeirra kynntar og birtar.
  • Rýna í rannsóknir og koma með tillögur að umbótum og sjá til þess að þeim sé fylgt eftir.
  • Hafa verkáætlun tilbúna til a.m.k. 3ja ára.
  • Setja saman sjálfsmatsskýrslu eftir hvert skólaár.