Líffræðisvið

Innan náttúrufræðibrautar er boðið upp á tvær mismunandi leiðir innan kjörsviðs, þ.e. eðlisfræðisvið og líffræðisvið. Meginmarkmið brautarinnar er að búa nemendur undir frekara nám á háskólastigi í verkfræði, læknisfræði, raunvísindum og öðrum greinum þar sem stærðfræði og raungreinamenntunar er krafist. Á eðlisfræðisviði er áhersla lögð á stærðfræði og eðlisfræði. Á líffræðisviði er áhersla lögð á líffræði og efnafræði ásamt stærðfræði.

*Þriðja tungumál: Valið á milli spænsku, frönsku eða þýsku.

Kjarni: 98 einingar

Kjörsvið: 39 einingar

Frjálst val: 6 einingar

Samtals: 143 einingar